Hermes - 01.12.1988, Qupperneq 146

Hermes - 01.12.1988, Qupperneq 146
144 Við skulum fara aðeins í íþróttaferilinn. Þú varst spretthlaupari. Já, í 100 metra og 400 metra hlaupi, en fyrst og fremst í 200 metra hlaupi. Ég byrjaði að keppa sumarið 1948, en var meiddur mest allt það sumar, datt í stiga og tognaði. Varstu fullur, karlinn? Nei - syfjaður! Mér skrikaði fótur í ný- bónuðum stiga innanhúss. Ég hélt á ferðaútvarpi, sem þá voru kölluð, miklu stærri, þyngri og viðkvæmari en þau transistortæki sem nú tíðkast, og var að reyna að forða því frá að fara illa, en þá fór ég sjálfur illa. Nú, en næsta sumar var ég með, og komst þá meðal annars til Finnlands að keppa, og um mitt sumarið 1950 náði ég besta árangri í 200 metra hlaupi, sem náðst hafði í Evrópu það sumar - fram að því. Þetta sumar var Evrópumeistara- mót í frjálsum, og ég hugsaði gott til glóðarinnar, en tognaði svo á landsmót- inu og gat ekki verið nreð á Evrópu- meistaramótinu. Ég átti ansi oft við meiðsli að stríða og það voru mörg áhugaverð mót sem ég komst ekki á vegna meiðsla. Grátlegast var þó að missa af þessu Evrópumeist- aramóti, því þar átti ég góða möguleika að vinna til verðlauna og jafnvel sigra. En ég komst á Ólympíuleikana í Hels- ingfors 1952. Ekki tókst mér að komast í úrslit þar, var raunar ekki alveg laus við meiðsli heldur það sumarið. Samt voru þó nokkuð fleiri á eftir mér en undan, bæði í 100 metrum og 200, þó ég kæmist ekki í úrslit þar. Þá hafið þið búið á sömu hæðinni að Bifröst í nokkur ár, tveir ólympíufarar, þú og Vilhjálmur Einarsson - og raun- verulega sá þriðji þáverandi tilvonandi, Einar Vilhjálmsson. Það er rétt, þó að fáir leiddu hugann að því þá að Einar litli ætti þetta eftir. Nema mamma hans, hún Gerður'*. Hún hafði strax tröllatrú á Einari og sagði oft að ef einhver ætti eftir að verða afreksmaður, væri það hann. En á þeim tíma vorum við Vilhjálmur enn í íþróttum. Ég sneri mér aftur að hlaupum eftir tvö fyrstu árin í Bifröst. En við ætlum líka að spjalla um myndlist þína. Einhvern tíma gastu komist til að læra þar eitthvað til verka. Þú minntist á að þú hefðir tekið teiknikennarapróf. Já, það var á háskólaárunum. En á menntaskólaárunum var ég að læra að teikna hjá dönskum myndhöggvara. Aage Nielsen Edwin hét hann, frábær myndhöggvari og teiknari. Við vorum hjá honum ég og Eiríkur bróðir minn. Ég lærði mjög mikið af honum, mest að teikna andlitsmyndir. í rauninni lærði ég meira af honum heldur en í Myndlistar- skólanum. En hann var líka bara með okkur tvo, en í teiknikennslu í Myndlist- arskólanum þurfti teiknikennarinn að vera með mjög marga. Engu að síður fékk ég mjög góða þjálfun í skólanum, bæði að teikna og mála með olíu og vatnslitum, fyrir utan fræðilegu grein- arnar, eins og listasögu og fleira. Allir seni verið hafa að Bifröst þekkja handverkin þín af Ecce Homo. Ertu enn með það, og hefur þú verið með það öll árin? Ja - ég var með það í fyrra. Ég hef verið með það að einhverju leyti öll árin. En það voru eitthvað þrjú eða fjögur ár sem ég var svo leiður á þessu að ég gerði bara hausana, en aðrir teiknuðu hitt. Þangað til Guðlaug2’ skipaði mér að fara að teikna þetta allt saman sjálfur. Henni leist ekki á þetta. Þetta var mjög misgott, þótt sumir þeirra sem þarna teiknuðu með mér væru mjög góðir. Ég hlýddi Guðlaugu í það skiptið - eins og oftast nær. Það var líka oftast nær manni sjálf- um fyrir bestu. 11 Gerdur Unndórsdóttir. 2> Guðlaug Einarsdóttir, eiginkona sr. Gudmundar Sveins- sonar og hitsmódir að Bifröst iskólastjóratið hans. Að Bifröst hefur Hörður starfað með fjórum skóListjórum. Auðvitað hafa þeir orðið „fórnar- lömb" hans eins og allir aðrir á staðnum. Hér eru þeir með augum Harðar að ofan: Cuðmundur Sveinsson og Sveinn Víkingur. Að neðan: Haukur Ingibergsson ogjón Sigurðsson. Teikningar úr Ecce Homo.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Hermes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.