Hermes - 01.12.1988, Side 154

Hermes - 01.12.1988, Side 154
152 veislu hjá einni bekkjarsystur okkar og á morgun verðum við að vakna kl. 9 (sunnudagur) og lesa undir rekstrarhagfræðipróf (næstum eintómar tölur). Dásamleg tilhugsun! Hið eina góða er að nú hef ég lyklavöldin að plötuspilara skólans (þeir geta það, þessir karlar!) og ætla að spila nokkrar óratoríur og fúgur áður en ég dembi mér í tölurnar . . . 8/4, sama ár . . Sverrir (sem hafði verið með pabba til sjós) biður að heilsa, hann var að segja okkur frá Batum ... Eg er að lesa skruddu, sem heitir Fallandi gengi, eftir Eric Maria Rem- arque. . . Nú er listkynningin búin og tókst hún vel. Auk nem- enda, kennara og starfsliðs var mætt fólk úr héraðinu. Með því að bjóða sveitafólkinu vill skólastjórinn leggja lítinn skerf til menningarauka, sveitinni til handa, að eigin sögn. . þín Töch- terlein Rannveig. .. Bifröst,20. febr. 1963. Sæll pabbi minn! Alúðarþakkirfyr- ir bréfið. Þú endaðir bréf þitt á: „Trúðu á tvennt í heimi“ o.s.frv. Þetta er og verður fagur boðskapur, en hann bergmálar ekki í mínu hjarta. Ég hef hvorki fundið þennan guð né annan. Ef til vill finn ég hann með ellinni!. . . . Þú virðist vera hraust- byggðari maður en dótturmyndin þín, a.m.k. væri það mitt síð- asta verk að fara á fætur kl. 5.15. Nógu erfitt er að vakna kl. 7.25, en þá erum við vakin með hrollvekjandi glymjanda, sem kemur allur út úr lítilli meinleysislegri bjöllu. . Satt best að segja erum við Margrét hreint að brjálast úr inni- lokunarkennd. Þetta er aðeins vegna þess að við erum ungar, óþolinmóðar, getum ekki alltaf lagað okkur eftir aðstæðum, viljum gleypa heiminn á einu andartaki. Stundum setjumst við á tvo steina úti í hrauni, styðjum höndum undir kinnar og reyn- um að hugsa þannig, að um leiðindi verði ekki að ræða. Ég hljóp yfir eitt atriði: nýjungagirnina. Nú höfum við verið hér það lengi, að við vitum yfirleitt við hverju er að búast á morgun, hvað er þá eftir til að hlakka til? Kannski þessi marg- umtöluðu fullorðinsár, sem virðast ekki vera sérlega vinsæl af þeim, sem eru á þeim. Við erum að vakna. Ekki getum við tal- ist hugsandi verur, fremur ætti að flokka okkur undir hausinn: Svefnfarar. Við líðum um ganga, stofur, vegi; í móki. Alltaf sjáum við þó eitthvað nýtt í kringum okkur, en í augum reynds manns hljótum við að vera sem blindir kettlingar. Hér erum við oft ávörpuð af gestum og jafnvel kennurum: verðandi verslun- armenn, verðandi samvinnumenn, verðandi kaupfélagsstjórar o.s.frv. Aldrei: verðandi menn. . . Þetta bréf á ekkert erindi í póst, en ég set það samt - ætti að rita hvatningarorð í sambandi við fiskveiðar. Gangi þér allt í haginn, bestu kveðjur, pabbi minn, frá Rannveigu.“ 15.11.’88. Það þarf náttúrlega ekki að orðlengja það að við bekkjarsysturnar og herbergisfélagar sitt hvort árið; ég, Magga og Tóta (Margrét Helgadóttir og Þórunn Matthíasdóttir Bigler) fórum til útlanda til vinnu og náms strax að loknum vorprófum í maí 1963. Við Tóta vorum samferða sr. Guð- mundi Sveinssyni til Kaupmannahafnar með þeim gamla dalli Dronnig Alexandrinu. A leiðinni gerði ofsarok. Einn daginn var Tóta ein uppistandandi á matmálstíma með áhöfninni, eitilhress að vanda, við hinir farþegarnir vorum í koju, ljós-her- mannagræn í framan og héldum okkur í rúmstokkinn til að velta ekki framúr. Tóta hefur lítið verið hér á landi síðan, hefur um langt árabil búið í New York þar sem hún rekur ferðaskrifstofu og af Möggu frétti ég síðast í Svíþjóð. Mér finnst athyglisvert þegar ég lít yfir þessi gömlu bréf að ég virðist alltaf hafa verið á leið- inni til að fara að lesa rekstrarhagfræði, en hef hins vegar lokið við lestur ýmissa skáldsagna og ljóðabóka af bókasafni skólans, sem var bara ansi gott. ER LOFTRÆSIOG KÆLIKERFID í LAGI MEDAL VERKEFNA Smíði og uppsetning á stjórnbún- aði fyrir loftræsi og kælikerfið. Viðhald og eftirlit með loftræsi og kælikerfum. Úttekt á nýjum loftræsi og kælikerf- um. Smíði á stjórnbúnaði fyrir iðnaðinn. Skilar fjárfesting þín í loftræsi og kælikerfum sér í betra og þægilegra umhverfi, fyrir starfsfólk og vélbúnað. Sóar loftræsi og kælikerfið fjármunum þínum í óþarfa orkukaup, vegna vanstillingar og skorts á viðhaldi? Hafðu samband við okkur og við stillum og lagfærum loftræsi og kælikerf- ið. m Hitastýring hf Þverholti 15a - Símar 623366 - 29525
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.