Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 10

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 10
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201410 Hver j ir fara í kennaranám og Hvers vegna? Árið 2009 var gefin út skýrsla á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, Compara- tive Study of Nordic Teacher-training Programmes (Norræna ráðherranefndin, 2009). Hún sýndi m.a. þverrandi aðsókn að kennaranámi alls staðar á Norðurlöndum, að Finnlandi undanskildu. Við samanburð á skipulagi grunnskólakennaramenntunar á Norðurlöndum kemur í ljós að menntunin er ólík að uppbyggingu, innihaldi, lengd og staðsetningu. Finnska kennaramenntunin skilur sig frá að því leyti að hún hefur falist í fimm ára meistaranámi síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Í Danmörku tekur kennaranámið fjögur ár og hefur lengst af verið í sérstökum kennaramenntunar- stofnunum (d. seminarium). Í Svíþjóð er menntun grunnskólakennara þriggja til fimm ára háskólanám og í Noregi er um að ræða fjögurra ára nám. Á Íslandi var kennaramenntun grunnskólakennara þriggja ára háskólanám til 2008 en þá varð hún fimm ára meistaranám. Fyrstu nemendurnir í fimm ára námi hófu nám haustið 2009. Unnið hefur verið að því að laga kennaramenntun í Finnlandi, á Íslandi og í Sví- þjóð að Bologna-ferlinu. Danska kennaramenntunin hefur verið aðlöguð að hluta en umræðunni um það hvernig eigi að standa að aðlöguninni í Noregi er ekki lokið (Nor- ræna ráðherranefndin, 2010). Á Íslandi hafa þær breytingar sem gerðar voru á Háskóla Íslands, með skipan skólans í fimm fræðasvið og sameiningu við Kennaraháskóla Íslands, þann 1. júlí 2008 líklega stuðlað að enn markvissari innleiðingu Bologna- ferlisins í skólanum (Þórður Kristinsson, 2010). Misjafnt er eftir löndunum fimm hvort þeir sem hefja kennaranám ljúka því. Á undanförnum árum hefur það hlutfall verið hátt á Íslandi, í Finnlandi og í Svíþjóð en brotthvarf úr kennaranámi er mikið í Noregi og Danmörku. Kennaramenntun á háskólastigi var talin geta aukið virðingu fyrir bæði menntuninni sjálfri og kennara- starfinu. Þetta var notað sem rök þegar menntunin var flutt á háskólastig á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum (Gyða Jóhannsdóttir, 2008). Einnig hafði komið í ljós í athugun þeirra sem að skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar stóðu að virðing gagn- vart kennarastarfinu hafði minnkað alls staðar á Norðurlöndum nema í Finnlandi. Kennaraskortur er staðreynd í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, einkum í stærðfræði og öðrum náttúruvísindagreinum (Norræna ráðherranefndin, 2009). Í greininni er kannaður bakgrunnur þeirra sem hófu grunnskólakennaranám á Menntavísindasviði Háskóla Íslands haustið 2009 og viðhorf þeirra sömu grunnskóla- kennaranema annars vegar og framhaldsskólanema hins vegar til kennaranáms og til kennarastarfsins. Þessar niðurstöður eru bornar saman við hliðstæðar niðurstöður frá hinum Norðurlöndunum. aÐfErÐ Fjallað er um hluta af umfangsmikilli norrænni rannsókn sem gerð var að frumkvæði Norrænu ráðherranefndarinnar, samtímis í fimm löndum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Danmarks Evalueringsinstitut (EVA) og Danmarks Pæda- gogiske Universitet (DPU) höfðu veg og vanda af hönnun rannsóknartækja en rann- sakandi frá hverju landi sá um gagnaöflun og tók rýnihópaviðtölin ásamt fulltrúum frá EVA. Í Svíþjóð tóku kennaranemar í Háskólanum í Gautaborg þátt í könnuninni,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.