Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 30

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 30
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201430 fjöLmenningarLegT námssamféLag með gagnrýnum augum á námið og skipulag þess, sem og þau tækifæri sem það skapar til virkrar þátttöku og þroska. Þetta sjónarmið var ríkjandi í alþjóðlega náminu eins og áður segir (Books o.fl., 2011), en einnig í rannsókninni sem hér er fjallað um. Shor (1996) fjallar um mikilvægi þess að nemendur fá tækifæri í námi sínu til að tjá eigin skoðanir og reynslu, bæði í ræðu og riti vegna þess að með þeim hætti öðlist þeir betri innsýn í eigin viðhorf og skilji betur samspil reynslu og skoðana. Þátttaka með þessum hætti getur reynt mjög á nemendur, ekki síst ef fyrirkomulag námsins felur í sér flata valddreifingu. Nemendur fá þá aukið vald en um leið aukna ábyrð á eigin námi. Sumum nemendum líkar þetta fyrirkomulag afar illa eins og sjá má af skrifum Shor (1996), bregðast reiðir við þessum tilraunum kennara og vilja láta segja sér ná- kvæmlega til hvers er ætlast af þeim. Meginhugmyndir gagnrýninnar uppeldisfræði eru eins og áður segir nátengdar hugmyndum gagnrýninnar fjölmenningarhyggju og hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar sem fjallað verður um hér á eftir (sjá Allyson Macdonald og Auður Pálsdóttir, 2011; Books o.fl., 2011; Hanna Ragnarsdóttir, 2012). Gagnrýnin fjölmenningarhyggja, fjölmenningarleg menntun og alþjóðlegt nám May (1999a, 1999b) er einn þeirra höfunda sem tengt hefur gagnrýna fjölmenn- ingarhyggju við mótun menntastefnu. Hann telur að hafa þurfi í huga hvernig félagsleg gildi, skipulag og stofnanir samfélagsins eru endursköpuð í skólum og öðrum menntastofnunum. Að mati May nægir ekki að gera breytingar á námskrám til að koma til móts við samfélagsbreytingar í átt að fjölmenningarlegri samfélögum, heldur þurfi að horfa á mismunun sem felist í formgerð samfélaga. Gagnrýnin fjölmenningar- hyggja og gagnrýnin fjölmenningarleg menntun tengjast m.a. skrifum Freire (1998) sem undirstrikar mikilvægi þess að fólk taki þátt í umbreytingum í menntun og hvet- ur til gagnrýninnar ígrundunar. Freire (2007) telur þörf vera á menntun til vitundar- vakningar (e. education for critical consciousness) sem geri fólki kleift að fjalla um vandamál í umhverfi sínu og grípa inn í þegar við á. Fjölmenningarleg menntun er margt í senn; hugmyndafræði, stefna, umbótahreyf- ing í menntun og ferli, svo nokkuð sé nefnt (Banks, 2007; Nieto, 2010). Að mati Banks (2007) felur hún í sér þá hugmynd að allir nemendur, óháð kyni þeirra, stétt, menningu og uppruna, eigi að hafa jöfn tækifæri til menntunar. Banks (2007) og Nieto (2010) hafa gagnrýnt að skólastarf sé miðað við þarfir meirihlutahóps eða -hópa samfélagsins og reynsla, menning og saga annarra menningar-, tungumála- eða trúarhópa sé hunsuð. Þetta leiði til mismununar og vinni gegn jafnrétti. Enn fremur hefur Nieto (2010) bent á að væntingar til ákveðinna nemendahópa (t.d. nemenda af erlendum uppruna) séu minni en til annarra hópa (meirihlutahópa samfélagsins) og þannig sé mismunun haldið við og stuðlað að jaðarsetningu. Í mótun alþjóðlegs náms, ekki síst á háskólastigi, er að mati ýmissa fræðimanna mikilvægt að byggja á þeirri margvíslegu þekkingu sem nemendahópar koma með og leitast við að þróa fjölmenningarlegt námssamfélag þar sem reynt er að virkja fjöl- breytta nemendahópa til þátttöku (Carroll og Ryan, 2005; Gundara, 2000). Margt er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.