Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 33
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 33
Hanna ragnarsDÓTTir og HiLDUr BLönDaL
Í náminu er lögð áhersla á fjölbreyttar kennslu- og námsmatsaðferðir. Nemend-
ur fara í vettvangsferðir, vinna rannsókn, skipuleggja kennslu, kynna verkefni sín
bæði munnlega og skriflega, halda dagbók um eigið nám bæði á móðurmáli sínu og
á ensku. Virk og gagnrýnin umræða fer fram í smærri og stærri hópum bæði í tímum
og einnig á námsneti sem nemendur hafa aðgang að. Haldnir eru fyrirlestrar, sýndar
heimildarmyndir, rýnt í námskrár og verkefni unnið í anda samvinnunáms svo fátt
eitt sé nefnt. Í allri þessari vinnu eru nemendur hvattir til að ígrunda bæði núverandi
og fyrra nám (Háskóli Íslands, 2013a, 2013b).
Í skipulagningu námsins var gengið út frá því að háskólar þurfi að stuðla að efl-
ingu fjölbreyttra nemendahópa, m.a. á sviði menntunarfræða, sem munu vinna með
fjölbreyttum hópum nemenda á ýmsum skólastigum. Eitt af markmiðum með alþjóð-
lega náminu var að efla fjölbreytta nemendahópa og hvetja nemendur til að leggja af
mörkum til íslenska skólakerfisins með því að byggja á margvíslegri þekkingu þeirra
og reynslu (Books o.fl., 2011; Hanna Ragnarsdóttir, 2012).
Við kennslu í alþjóðlega náminu er gengið út frá virkri þátttöku nemenda og skóla-
stofan skapar þannig tækifæri fyrir bæði nemendur og kennara til að auka þroska sinn
í anda þess sem bæði hooks (2003) og Giroux (1994) hafa bent á. Meirihluti kennara
leggur sig fram um að kynna sér ólíkan bakgrunn og fyrri reynslu nemenda (Books
o.fl., 2011; Hanna Ragnarsdóttir, 2012; Nieto, 2010) og skapa nemendum tækifæri til
að vinna með þá reynslu og þekkingu. Slík vinna er auðvitað háð viðfangsefnum
þeirra námskeiða sem nemendur taka. Byggt er á fjölbreyttri reynslu nemenda og
kennsluhættir byggjast á þeirri hugsun að skilningur og þekking verði til í samskipt-
um (Hanna Ragnarsdóttir, 2012; Skirbekk og Gilje, 1999; Watkins, Carnell og Lodge,
2007). Kennarinn er því í hlutverki stuðnings- eða aðstoðarmanns (e. facilitator), sem
heldur utan um og styður við umræður þannig að ný þekking geti orðið til (Hanna
Ragnarsdóttir, 2012; Usher, 2009).
aÐfErÐ
Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvaða áhrif þátttaka í alþjóðlegu námi í
menntunarfræði við Háskóla Íslands hefur haft á líf og störf sjö nemenda af erlendum
uppruna.
Rannsóknarspurningar voru eftirfarandi:
• Á hvaða hátt getur menntun verið lykilþáttur í valdeflingu nemenda af erlend-
um uppruna og veitt þeim þau tæki sem þeir þurfa til að virkja hæfileika sína
til fulls?
• Hvert sækja nemendurnir stuðning?
• Hvernig stuðlar nám sem byggir á hugmyndafræði gagnrýninnar uppeldisfræði
að valdeflingu nemenda af erlendum uppruna?
Við val á þátttakendum var beitt markmiðsúrtaki þar sem falast var eftir þátttöku
þeirra nemenda í alþjóðlega náminu sem rannsakendur töldu best til þess fallna
að veita svör við rannsóknarspurningunum (Cohen, Manion og Morrison, 2000).