Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 33

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 33
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 33 Hanna ragnarsDÓTTir og HiLDUr BLönDaL Í náminu er lögð áhersla á fjölbreyttar kennslu- og námsmatsaðferðir. Nemend- ur fara í vettvangsferðir, vinna rannsókn, skipuleggja kennslu, kynna verkefni sín bæði munnlega og skriflega, halda dagbók um eigið nám bæði á móðurmáli sínu og á ensku. Virk og gagnrýnin umræða fer fram í smærri og stærri hópum bæði í tímum og einnig á námsneti sem nemendur hafa aðgang að. Haldnir eru fyrirlestrar, sýndar heimildarmyndir, rýnt í námskrár og verkefni unnið í anda samvinnunáms svo fátt eitt sé nefnt. Í allri þessari vinnu eru nemendur hvattir til að ígrunda bæði núverandi og fyrra nám (Háskóli Íslands, 2013a, 2013b). Í skipulagningu námsins var gengið út frá því að háskólar þurfi að stuðla að efl- ingu fjölbreyttra nemendahópa, m.a. á sviði menntunarfræða, sem munu vinna með fjölbreyttum hópum nemenda á ýmsum skólastigum. Eitt af markmiðum með alþjóð- lega náminu var að efla fjölbreytta nemendahópa og hvetja nemendur til að leggja af mörkum til íslenska skólakerfisins með því að byggja á margvíslegri þekkingu þeirra og reynslu (Books o.fl., 2011; Hanna Ragnarsdóttir, 2012). Við kennslu í alþjóðlega náminu er gengið út frá virkri þátttöku nemenda og skóla- stofan skapar þannig tækifæri fyrir bæði nemendur og kennara til að auka þroska sinn í anda þess sem bæði hooks (2003) og Giroux (1994) hafa bent á. Meirihluti kennara leggur sig fram um að kynna sér ólíkan bakgrunn og fyrri reynslu nemenda (Books o.fl., 2011; Hanna Ragnarsdóttir, 2012; Nieto, 2010) og skapa nemendum tækifæri til að vinna með þá reynslu og þekkingu. Slík vinna er auðvitað háð viðfangsefnum þeirra námskeiða sem nemendur taka. Byggt er á fjölbreyttri reynslu nemenda og kennsluhættir byggjast á þeirri hugsun að skilningur og þekking verði til í samskipt- um (Hanna Ragnarsdóttir, 2012; Skirbekk og Gilje, 1999; Watkins, Carnell og Lodge, 2007). Kennarinn er því í hlutverki stuðnings- eða aðstoðarmanns (e. facilitator), sem heldur utan um og styður við umræður þannig að ný þekking geti orðið til (Hanna Ragnarsdóttir, 2012; Usher, 2009). aÐfErÐ Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvaða áhrif þátttaka í alþjóðlegu námi í menntunarfræði við Háskóla Íslands hefur haft á líf og störf sjö nemenda af erlendum uppruna. Rannsóknarspurningar voru eftirfarandi: • Á hvaða hátt getur menntun verið lykilþáttur í valdeflingu nemenda af erlend- um uppruna og veitt þeim þau tæki sem þeir þurfa til að virkja hæfileika sína til fulls? • Hvert sækja nemendurnir stuðning? • Hvernig stuðlar nám sem byggir á hugmyndafræði gagnrýninnar uppeldisfræði að valdeflingu nemenda af erlendum uppruna? Við val á þátttakendum var beitt markmiðsúrtaki þar sem falast var eftir þátttöku þeirra nemenda í alþjóðlega náminu sem rannsakendur töldu best til þess fallna að veita svör við rannsóknarspurningunum (Cohen, Manion og Morrison, 2000).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.