Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 35

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 35
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 35 Hanna ragnarsDÓTTir og HiLDUr BLönDaL niÐUrstÖÐUr Í þessum hluta verður gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar og er þeim skipt niður í kafla eftir þemum sem fram komu í gögnunum, bæði í rýnihópaviðtölunum og skrifuðum frásögnum nemendanna. Þemun eru: Jöfnuður og valdefling, framtíðarsýn og áform. Jöfnuður og valdefling Í viðtölunum kom fram hjá Vivienne, Vöndu og Veru að fyrirkomulagið og sá jöfnuð- ur sem ríkti milli nemenda og kennara hafi komið þeim spánskt fyrir sjónir. Þá nefndu Vivienne, Valerie, Vera og Vanda í rýnihópaviðtalinu að þeim hafi reynst mjög erfitt að tjá reynslu sína við upphaf námsins og að þær hafi átt erfitt með að sjá hvernig sú umræða tengdist náminu. Þegar leið á námið voru þessir sömu nemendur mjög jákvæðir og höfðu áttað sig á mikilvægi þess að byggja á reynslu nemenda til að gæða umræðuna og viðfangsefnið lífi og merkingu. Sá jöfnuður sem þátttakendur gera að umtalsefni snýr í raun að því jafnrétti og þeim lýðræðislegu vinnubrögum sem eru ástunduð í náminu en þau stuðla enn fremur að því að efla trú nemenda á eigin getu og auka gagnrýna hugsun og sjálfstæði. Þetta er einmitt megininntakið í hugmynda- fræði Freire (1998, 1999) og í því er fólgið frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf og framtíð. Það að flestir kennarar á námsleiðinni samsami sig mjög vel þeirri hug- myndafræði (Books o.fl., 2011; Hanna Ragnarsdóttir, 2012) sem lögð er til grundvallar kemur skýrt í ljós í umræðum í rýnihópunum og í rituðum frásögnum þátttakenda í rannsókninni. Þátttakendur nefndu líka að mikið jafnræði og samstaða hefði ríkt í nemendahópnum og sterk vináttubönd myndast. Eitt dæmi um þetta er þegar Vanda varð að vera rúmliggjandi um tíma þá kom hópur nemenda heim til hennar til að miðla því sem fram fór í tímum, færa henni glósur og aðstoða við verkefnavinnu. Vada, Vida, Viola og Vivienne nefndu að þær hefðu verið undrandi á áherslum námsins í upphafi, þ.e. kröfunni um virka þátttöku nemenda og að byggt væri á reynslu þeirra, en síðan hafi þær skilið mikilvægi þess. Vivienne lýsti þessu þannig: Fyrst var þetta erfitt, ég vildi ekki heyra um reynslu annarra og mér fannst eitthvað vanta. Ég vildi læra meira, ekki bara tala um hvað ég hafði gert áður – en svo skildi ég hversu mikilvægt þetta var og ég held að ég hafi breyst við þetta. Valerie sagðist hafa verið óörugg með hverju hún ætti að miðla um sjálfa sig, fannst hún ekki vera góður sögumaður og hafði fram að þessu fengið kvíðaköst þegar hún þurfti að tala fyrir framan hóp. Hún gaf þá skýringu að ástæðan væri sennilega sú að hún væri ekki alin upp við mjög munnlega menningu. En eftir því sem leið á námið fór henni að líða betur og þá varð þetta henni eðlilegt. Hún fór að njóta þess að tjá sig um það sem henni bjó í brjósti og gat þess sérstaklega hversu hvetjandi það hafi verið að hlusta á sjónarmið annarra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að allar konurnar hafi upplifað vald- eflingu í námi sínu. Þær lýstu því hvernig námið hefur gefið þeim ný tækifæri, nýjar hugmyndir, opnað þeim nýjar leiðir og aukið sjálfstraust þeirra. Í frásögn Valerie kom eftirfarandi fram:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.