Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 36

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 36
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201436 fjöLmenningarLegT námssamféLag Að mínu mati verður góð menntun alltaf að vera valdeflandi fyrir alla – ekki ein- göngu fyrir konur. Það væri hin fullkomna staða. Alþjóðlega námið var að því leyti meira valdeflandi fyrir mig en annað nám sem ég hef stundað að ég lærði fyrst og fremst að treysta á sjálfa mig. Ég fékk á tilfinninguna að „Já, ég get það!“ Ég fann hvar styrkleikar mínir lágu og einnig veikleikar og ég veit að ég get þroskast enn meira. Að auki er gott að uppgötva að maður er ekki einn og getur talað um það (þ.e. að vera útlendingur) og það er valdeflandi líka. Vida lýsti því sérstaklega að hún upplifði Ísland sem land sem styðji við valdeflingu kvenna, ekki síst í gegnum menntun. Á Íslandi búum við við jafnrétti til náms, strákar og stelpur geta valið að stunda að stunda það nám sem þau kjósa og jafnræðisregla stjórnarskrárinnar (65. grein) tryggir enn fremur jafnan rétt og möguleika einstak- lingsins óháð stöðu eða uppruna (Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, útgáfa 143a). Í rýnihópaviðtölunum og frásögnum sínum fjölluðu þátttakendur ítarlega um reynslu sína af náminu og hvernig þær efldust við virka þátttöku í þeim fjölbreyttu og krefjandi verkefnum sem þær þurfu að leysa. Þær lýstu því jafnframt að víðsýni þeirra hefði aukist strax á fyrsta ári í náminu. Viola lýsti reynslunni af því að vera útlendingur og hversu miklu máli það hefði skipt hana að fá tækifæri til að hitta aðra innflytjendur á Íslandi og læra af reynslu þeirra. Viola talaði um mikilvægi þess að fá staðfestingu í gegnum samskipti við samnemendur að hún væri ekki ein um að eiga stundum erfitt með íslenskuna og að skilja ekki til fullnustu ýmislegt í íslensku sam- félagi. Áhrif námsins voru að hennar mati bæði persónuleg og fagleg og spáði hún því að langtímaáhrifin gætu jafnvel verið enn mikilvægari en hún gæti ímyndað sér á þessum tímapunkti. Vivienne tók í svipaðan streng og taldi sig ekki aðeins hafa lært heilmikið um menntun heldur líka um fjölmenningarhyggju og að það hafi opnað augu hennar. Hún lýsti enn fremur ánægju sinni með að fá tækifæri til að stunda nám og læra með fólki alls staðar að úr heiminum og losa sig þannig við ákveðnar staðalmyndir sem hún sagðist í þröngsýni sinni hafa alið á og ættu sér rætur í því menntunarumhverfi sem hún hafði fram að þessu verið mótuð af í heimalandi sínu. Vivienne lýsti reynsl- unni þannig: Ég hef aldrei fundið eins mikla umbun og gleði eins og að vera í náminu og hitta fólk af ólíkum uppruna. Að auki snúast námskeiðin öll um alþjóðlega menntun og að byggja á reynslu sinni og færa hana í menntunarlegt samhengi. Hún bætti við að þegar hún hafi ígrundað líf sitt áður en hún hóf námið, þá hafi hún í raun bælt niður fyrri reynslu þar sem hún virtist einskis virði. Sá menningarheimur sem hún var sprottin úr hafi þannig að mati hennar sjálfrar verið lítils virði og ósið- menntaður. Að sögn kvennanna er menntun mikilvæg leið til að stuðla að jafnrétti í samfélög- um. Vanda orðaði þetta þannig: „Menntun veitir jöfn tækifæri og er staður til að koma saman.“ Þátttakendur lýstu enn fremur nokkrum vanköntum á náminu og hvað mætti betur fara, einkum þeir þátttakendur sem sóttu námskeið fyrsta árið sem námið var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.