Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 57
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 57
ragnHeiðUr karLsDÓTTir og ÞÓrarinn sTefánsson
0,75. Innihaldsréttmæti var metið með greiningu á prófatriðum og með Rasch-Wright-
greiningu (Wright og DeMers, 1982).
Fjöldi bókstafa sem börnin læra að skrifa rétt í 2. og 3. bekk og áhrif
hans á framfarir
Meðalframfarir þriggja hópa barna sem höfðu lært mismunandi fjölda bókstafa rétt í
lok 3. bekkjar voru skoðaðar sérstaklega. Skiptingin í hópana byggðist annars vegar á
rannsóknum sem hafa sýnt að það eru hægar framfarir í skriftargæðum sem eru helsti
dragbítur á framfarir í skriftargetu (Ragnheiður Karlsdóttir og Þórarinn Stefánsson,
2002) og hins vegar á rannsóknum sem sýna að búast má við að gæði skriftarinnar
verði stöðug fljótlega eftir að kennslu í lögun og tengingu bókstafanna lýkur (mynd
2). Þess vegna var valið í hópana samkvæmt skriftargæðaeinkunn við lok 3. bekkjar.
Í hópi A eru þau börn sem þá höfðu lært að skrifa alla 28 bókstafina rétt, í hópi B
eru þau börn sem náðu meðalárangri og skrifuðu 20 bókstafi rétt af 28 og í hópi C
eru þau börn sem skrifuðu < 15 bókstafi rétt af 28. Hópur C samsvarar þeim 22%
barnanna sem fengu lægsta skriftargæðaeinkunn og samkvæmt niðurstöðum fyrri
rannsókna má búast við að í þeim hópi séu þau börn sem hafa svo óskilvirka rithönd
að hún geti torveldað nám (Alston, 1985; Hulstijn og Mulder, 1985; Maeland, 1992) og
þau börn sem glíma við skriftarörðugleika vegna röskunar á samhæfingu sjónar og
handar (Graham og Weintraub, 1996; Volman o.fl., 2006). Rithandarsýnin í mynd 4
voru valin af handahófi úr hópum A, B og C. Meðaleinkunnir fyrir byrjunarskrift í 1.
bekk, grunnskrift í 2. til 6. bekk og meðaleinkunnir hvers hóps og alls úrtaksins fyrir
samhæfingu sjónar og handar voru reiknaðar út.
Áhrif einstakra bókstafaforma á framfarir
Til þess að kanna hvernig geta barnanna til þess að læra mismunandi bókstafaform í
forskriftarletrinu hafði áhrif á framfarir þeirra í skrift voru meðaleinkunnir fyrir gæði
hvers einstaks bókstafaforms reiknaðar út. Afleidd meðaleinkunn fyrir hvert bók-
stafaform er gefin sem tugabrot á kvarða frá 0 til 1. Tugatöluna má túlka sem þá hund-
raðstölu barna sem hafa skrifað bókstafaformið rétt. Gera má ráð fyrir því að sá árang-
ur sem hvert einstakt barn nær í því að læra ákveðið bókstafaform ráðist af samspili á
milli þess hversu þungt bókstafaformið er, getu barnsins til þess að læra handskrift og
kennsluaðferða kennarans. Meðaleinkunnin fyrir hvert einstakt bókstafaform er hér
fundin sem meðaltal fyrir 160 börn, 10 kennara og þrjá skóla. Þegar tekið er tillit til
þess að jafnmiklum tíma var varið í að kenna hvert form má vænta þess að við lok 3.
bekkjar, eftir að skriftargæðin eru orðin stöðug, endurspegli sá breytileiki sem kemur
fram í meðaleinkunnum einstakra bókstafaforma aðallega breytileika í þyngd bók-
stafaformanna. Að því gefnu er hægt að nota afleiddar meðaleinkunnir fyrir bókstafa-
formin í lok 3. bekkjar til þess að skilgreina þyngd bókstafaformanna. Þyngdarstuð-
ull k fyrir einstök bókstafaform var skilgreindur sem k = 1/(afleidd meðaleinkunn).
Einnig voru skilgreindir þrír þyngdarflokkar fyrir bókstafaformin með um það bil
jafnmörg bókstafaform í hverjum flokki: léttur k < 1,35, meðalerfiður 1,35 ≤ k ≤ 1,6 og