Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 57

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 57
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 57 ragnHeiðUr karLsDÓTTir og ÞÓrarinn sTefánsson 0,75. Innihaldsréttmæti var metið með greiningu á prófatriðum og með Rasch-Wright- greiningu (Wright og DeMers, 1982). Fjöldi bókstafa sem börnin læra að skrifa rétt í 2. og 3. bekk og áhrif hans á framfarir Meðalframfarir þriggja hópa barna sem höfðu lært mismunandi fjölda bókstafa rétt í lok 3. bekkjar voru skoðaðar sérstaklega. Skiptingin í hópana byggðist annars vegar á rannsóknum sem hafa sýnt að það eru hægar framfarir í skriftargæðum sem eru helsti dragbítur á framfarir í skriftargetu (Ragnheiður Karlsdóttir og Þórarinn Stefánsson, 2002) og hins vegar á rannsóknum sem sýna að búast má við að gæði skriftarinnar verði stöðug fljótlega eftir að kennslu í lögun og tengingu bókstafanna lýkur (mynd 2). Þess vegna var valið í hópana samkvæmt skriftargæðaeinkunn við lok 3. bekkjar. Í hópi A eru þau börn sem þá höfðu lært að skrifa alla 28 bókstafina rétt, í hópi B eru þau börn sem náðu meðalárangri og skrifuðu 20 bókstafi rétt af 28 og í hópi C eru þau börn sem skrifuðu < 15 bókstafi rétt af 28. Hópur C samsvarar þeim 22% barnanna sem fengu lægsta skriftargæðaeinkunn og samkvæmt niðurstöðum fyrri rannsókna má búast við að í þeim hópi séu þau börn sem hafa svo óskilvirka rithönd að hún geti torveldað nám (Alston, 1985; Hulstijn og Mulder, 1985; Maeland, 1992) og þau börn sem glíma við skriftarörðugleika vegna röskunar á samhæfingu sjónar og handar (Graham og Weintraub, 1996; Volman o.fl., 2006). Rithandarsýnin í mynd 4 voru valin af handahófi úr hópum A, B og C. Meðaleinkunnir fyrir byrjunarskrift í 1. bekk, grunnskrift í 2. til 6. bekk og meðaleinkunnir hvers hóps og alls úrtaksins fyrir samhæfingu sjónar og handar voru reiknaðar út. Áhrif einstakra bókstafaforma á framfarir Til þess að kanna hvernig geta barnanna til þess að læra mismunandi bókstafaform í forskriftarletrinu hafði áhrif á framfarir þeirra í skrift voru meðaleinkunnir fyrir gæði hvers einstaks bókstafaforms reiknaðar út. Afleidd meðaleinkunn fyrir hvert bók- stafaform er gefin sem tugabrot á kvarða frá 0 til 1. Tugatöluna má túlka sem þá hund- raðstölu barna sem hafa skrifað bókstafaformið rétt. Gera má ráð fyrir því að sá árang- ur sem hvert einstakt barn nær í því að læra ákveðið bókstafaform ráðist af samspili á milli þess hversu þungt bókstafaformið er, getu barnsins til þess að læra handskrift og kennsluaðferða kennarans. Meðaleinkunnin fyrir hvert einstakt bókstafaform er hér fundin sem meðaltal fyrir 160 börn, 10 kennara og þrjá skóla. Þegar tekið er tillit til þess að jafnmiklum tíma var varið í að kenna hvert form má vænta þess að við lok 3. bekkjar, eftir að skriftargæðin eru orðin stöðug, endurspegli sá breytileiki sem kemur fram í meðaleinkunnum einstakra bókstafaforma aðallega breytileika í þyngd bók- stafaformanna. Að því gefnu er hægt að nota afleiddar meðaleinkunnir fyrir bókstafa- formin í lok 3. bekkjar til þess að skilgreina þyngd bókstafaformanna. Þyngdarstuð- ull k fyrir einstök bókstafaform var skilgreindur sem k = 1/(afleidd meðaleinkunn). Einnig voru skilgreindir þrír þyngdarflokkar fyrir bókstafaformin með um það bil jafnmörg bókstafaform í hverjum flokki: léttur k < 1,35, meðalerfiður 1,35 ≤ k ≤ 1,6 og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.