Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 70
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201470
framfarir í HanDskrifT Hjá grUnnskÓLaBörnUm í reyk javík
í þyngsta flokknum rétt og börnin í hópi C minna en 38%. Þetta er vísbending um að
leggja þurfi meiri áherslu á kennslu í þungum bókstafaformum en gert er, til þess að
tryggja góðar framfarir. Rannsóknir hafa gefið vísbendingar um að meðalskriftargæði
geti breyst um hér um bil 10% með gerð forskriftarletursins (Ragnheiður Karlsdóttir,
1997). Munurinn á árangri við að móta bókstafi, mældur í þeim hundraðshluta barna
sem ná árangri við að móta bókstafinn, er þrefaldur á milli léttasta og þyngsta bók-
stafaformsins. Þetta er vísbending um að mismunurinn á þyngd einstakra bókstafa-
forma sé mun meiri en mismunurinn á „þyngd“ einstakra leturgerða.
Rannsóknin sýnir að einstök bókstafaform, letureinkenni og tengingar í grunn-
skriftinni eru þannig að börn fást ekki til að nota þau. Til dæmis hafa börnin tilhneig-
ingu til þess að kringja skörp horn og þau forðast að tengja bókstafina (dæmi á mynd-
um 4 og 7). Hagræðing á bókstafaformum og tilhneigingin til að skrifa ótengda skrift
eru þekkt fyrirbæri í skrift barna og var umfang þessara tilhneiginga og áhrif þeirra á
skriftarhraðann í samræmi við niðurstöður eldri rannsókna á leturgerðum sem svipar
til grunnskriftarinnar (Maarse o.fl., 1986; Meulenbroek og van Galen, 1988; Ragnheið-
ur Karlsdóttir, 1997; Ragnheiður Karlsdóttir og Þórarinn Stefánsson, 2002; Sassoon
o.fl., 1989). Af rannsóknum á framförum enskra barna sem læra skrift samkvæmt
forskriftarleturgerðum sem svipar til grunnskriftarinnar hefur Sassoon (1988) dregið
þá ályktun að hagræðingu á bókstafaformum miðað við forskrift og tilhneigingu til
að skrifa ótengda skrift megi rekja til þess að handskriftarkennslan hafi ekki verið
nægilega umfangsmikil til þess að handskriftin hafi náð stöðugleika þegar kröfur um
skriftarhraða fara að aukast í 3. til 4. bekk. Athugun á rithandarsýnum úr rannsókn
Ragnheiðar Karlsdóttur (1997) leiðir í ljós að engin tilhneiging til þess að hagræða
bókstafaformum og skrifa ótengda skrift var fyrir hendi hjá þeim börnum sem skrif-
uðu lykkjuskrift. Einnig sést á mynd 5 tilhneiging til afturfarar í 5. og 6. bekk hjá
börnunum sem skrifuðu grunnskrift en börnunum sem skrifuðu lykkjuskrift hélt hins
vegar áfram að fara fram. Þetta gefur tilefni til þess að álykta að hin ávölu form lykkju-
skriftarinnar kunni að vera betur sniðin að handarhreyfingum en grunnskriftin og
það er ekki hægt að útiloka að það sé leturgerð grunnskriftarinnar sem, innan þeirra
tímamarka sem gefin eru fyrir skriftarkennslu, sé orsök þess að börnin víkja sér undan
því að tengja stafina.
Niðurstaðan af þessari umræðu um hindranir á framförum er að þeir þættir sem
torvelda framfarir virðast að litlu leyti tengjast samhæfingu sjónar og handar. Saman-
burður sem hefur verið gerður á framförum barna sem læra lykkjuskrift við framfarir
barna sem læra grunnskrift sýnir að það er ekki ástæða til að ætla að gerð forskriftar-
letursins hafi veruleg áhrif á framfarirnar (Ragnheiður Karlsdóttir, 1997). Af þeim
þáttum sem rannsakaðir voru var það árangur kennslunnar í 2. og 3. bekk hvað varðar
þyngstu bókstafaformin sem hafði mest áhrif á framfarirnar og árangur kennslunnar
í 2. og 3. bekk var lakari hvað varðar drengi en stúlkur.