Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 92
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201492
TÓmsTUnDamennTUn
hátt og til að bæta úr því sé árangursríkast að bjóða upp á tómstundamenntun, bæði
í skólakerfinu en einnig fyrir hópa sem þurfa sérstaklega á því að halda, t.d. aldraða,
fatlaða, fanga, fíkla og unglinga í áhættuhópum (AAPAR, 2011; Caldwell, Bradley og
Coffman, 2009; Dattilo, 2002, 2008; Markus, 2000; Ruskin, 2000; Ruskin og Sivan, 2002;
Sivan, 2000).
Markmið þessarar greinar er að færa rök fyrir mikilvægi tómstundamenntunar og
einnig að benda á að slíka menntun ætti að byggja upp innan skólakerfisins á Íslandi,
og á meðferðarstofnunum, í fangelsum, meðal aldraðra, atvinnulausra, fatlaðra, inn-
flytjenda og fleiri hópa sem búa við hindranir þegar kemur að þátttöku í tómstundum
og glíma auk þess við ýmis frítímatengd vandamál. Leitner og Leitner (2012) halda
því fram að beini kostnaðurinn sem slíkri innleiðingu myndi fylgja sé mun lægri en
kostnaður samfélagsins vegna frítímatengdra vandamála.
sKilgrEiningar Og MarKMiÐ
Áður en lengra er haldið er rétt að setja fram skilgreiningu á hugtökunum frítími
og tómstundir, eins og þau eru notuð í greininni. Frítími er allur sá tími sem eftir er
þegar atvinnu og skyldum er lokið og líkamlegum þörfum hefur verið mætt (Leitner
og Leitner, 2012). Auðvelt er að finna galla á þessari skilgreiningu, til að mynda getur
verið erfitt að ákvarða hvað eru skyldur og hvað ekki (Roberts, 2004). Eigi að síður
er þetta sá skilningur sem hér er lagður til grundvallar. Tómstundir er ekki einfaldara
orð því fræðimenn hafa ekki komið sér saman um skilgreiningu á hugtakinu. Torkild-
sen (2005) bendir t.d. á að það hafi verið rökrætt í yfir 2000 ár hvað séu tómstundir.
Blackshaw (2010) gengur enn lengra og heldur því fram að hugtakið sé svo fljótandi
að aldrei verði hægt að skilgreina það. Til marks um það séu yfir 200 skilgreiningar
til á enska orðinu leisure (Edginton, Coles og McClelland, 2003). Það sem fræðimenn
eru helst ósammála um er hvort líta beri á allar athafnir í frítíma sem tómstundir
eða ekki. Hér verður stuðst við svohljóðandi skilgreiningu: Tómstundir eru athöfn,
hegðun eða starfsemi sem á sér stað í frítíma. Til þess að slík athöfn teljist tómstundir
þurfa þó ákveðin skilyrði að vera til staðar: Einstaklingurinn þarf sjálfur að líta svo á
að um tómstundir sé að ræða. Athöfnin, hegðunin eða starfsemin þarf að vera frjálst
val einstaklingsins, honum til ánægju og leiða af sér eitthvað gott fyrir hann. Kjarni
tómstunda felst í vellíðan og aukningu á lífsgæðum (Vanda Sigurgeirsdóttir, 2010).
Eins og sjá má er í skilgreiningunni tekin sú afstaða að tómstundir séu eitthvað já-
kvætt og uppbyggilegt, en ekki að allt sem gert er í frítímanum sé tómstundir. Þannig
er frítíminn yfirhugtak og undir hann falla athafnir sem sumar hverjar flokkast sem
tómstundir en einnig aðrar sem eru það ekki, eins og glæpir og ofbeldi. Í beinu fram-
haldi má segja að tómstundamenntun hafi þann tilgang að fá sem flesta úr ekki-tóm-
stundunum og yfir í tómstundirnar, þ.e. að þjálfa og mennta fólk í að iðka tómstundir
í frítíma sínum.
Í sögulegu samhengi var fyrst farið að tala um tómstundamenntun á sjöunda
áratug síðustu aldar og er Charles Brightbill líklega fyrsti fræðimaðurinn sem fjall-
ar um tómstundamenntun en hann fjallaði um hugtakið í bókum um tómstundir