Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 93
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 93
vanDa sigUrgeirsDÓTTir
(Brightbill, 1960, 1961). Árið 1966 gaf hann svo út fyrstu bókina sem eingöngu er helguð
tómstundamenntun og ber hún heitið Educating for Leisure-Centered Living (Brightbill,
1966). Síðan þá hafa ýmsir fræðimenn fjallað um tómstundamenntun. Ásamt Bright-
bill eru helstu frumkvöðlarnir, sem hafa unnið mikilvægt starf við að þróa kenningar
og aðferðir tómstundamenntunar, þau John Dattilo, John Holland, Richard Kraus,
Chester McDowell, Jean Mundy, Atara Sivan, Robert Stebbins og Norma Stumbo
(Dieser, 2013). Þá er einnig til töluvert af rannsóknum á áhrifum tómstundamenntunar
(sjá t.d. Caldwell, Baldwin, Walls og Smith, 2004; Caldwell o.fl., 2009; Iso-Ahola og
Weissinger, 1987; Jansen, 2004).
Fram hafa komið ólíkar skilgreiningar á tómstundamenntun. Verður hér fjallað
um þrjár slíkar. Fyrst ber að nefna skilgreiningu Ruskin og Sivan (1995). Þau segja að
tómstundamenntun sé meðvituð og kerfisbundin menntun með það að markmiði að
hafa jákvæð áhrif á notkun frítíma. Slíkar jákvæðar breytingar megi merkja á aukinni
þekkingu og færni einstaklinga, á viðhorfum þeirra og tilfinningum til tómstunda og
hegðun í frítímanum. Svo taka þau einnig fram að tómstundamenntun geti átt sér stað
við formlegar og óformlegar menntunaraðstæður fyrir börn, unglinga og fullorðna.
Næst er skilgreining frá Dattilo sem segir að tómstundamenntun gefi fólki færi á að
auka lífsgæði sín og koma auga á tækifæri og möguleika; tómstundamenntunin auki
einnig skilning á því hvernig tómstundir geti haft áhrif á lífsgæði og með henni sé
ætlunin að auka þekkingu og leikni og hvetja fólk til að stunda fjölbreyttar tómstund-
ir (Dattilo, 2002). Loks má nefna skilgreiningu Mundy (1998) sem heldur því fram
að tómstundamenntun sé þroskaferli þar sem einstaklingar öðlist aukinn skilning á
tómstundum og mikilvægi þeirra fyrir eigin lífsgæði og fyrir samfélagið í heild. Hún
bendir á að þessi menntun geri einstaklingum kleift að taka sjálfstæðar ákvarðanir í
frítímanum, byggðar á þeirri vitneskju sem þeir hafa hlotið.
Eins og sjá má leggja þessar þrjár skilgreiningar áherslu á viðhorf til tómstunda, vit-
und eða skilning (e. awareness) á mikilvægi tómstunda, félagsfærni, ákvarðanatöku,
athafnir (e. activities), tómstundabjargir (e. leisure resources) og tómstundafærni (e.
leisure skills) (Stumbo o.fl., 2011). Fræðimenn eru svo almennt sammála um að mark-
mið tómstundamenntunar sé að aðstoða börn, unglinga og fullorðna við að auka lífs-
gæði sín með þátttöku í tómstundum (AAPAR, 2011). Leiðirnar að markmiðinu eru
að auka vitund og skilning á frítímanum og tómstundum, á mikilvægi tómstunda,
að einstaklingar þjálfist í tímastjórnun og geti þannig skipulagt frítíma sinn betur, að
þeir þjálfist í ákvarðanatöku og að fylgja ákvörðunum eftir, að þeir geti komið auga á
hindranir og fundið leiðir til að yfirstíga þær, að þeir þekki frítímatengd vandamál og
hvernig tómstundir eru vörn gegn þeim og að þeir þjálfist í félags- og samskiptafærni.
Einnig eru fræðimenn sammála um að það sé mikilvægt að einstaklingar öðlist tóm-
stundafærni sem auðveldar þátttöku í slíkri iðju og viti hvaða tómstundir eru í boði
í nágrenni þeirra (AAPAR, 2011; Dattilo, 2008; Leitner og Leitner, 2012; Mundy, 1998;
Stumbo o.fl., 2011)