Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 103
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 103
jakoB frímann ÞorsTeinsson
beitt jafn fjölbreyttum kennsluaðferðum og í tómstunda- og félagsmálafræði (Vanda
Sigurgeirsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson, e.d.).
álitaMál Og fraMtÍÐarsýn
Á rúmum áratug hefur verið byggt upp og þróað heildstætt nám sem mæta á þörfum
nýrrar fagstéttar sem starfar á vettvangi sem er í stöðugri þróun. En hvaða hæfni og
þekkingu þurfa þeir einstaklingar að hafa til að bera sem starfa á þessum vettvangi?
Þarfir starfsvettvangsins eru fjölbreyttar og mjög mikilvægt að menntunin taki mið af
þeim. Kennarar hafa lagt ríka áherslu á þessi tengsl, bæði í kennslu og rannsóknum,
en undanfarin ár hefur verið leitast við að formgera það samstarf og gera það mark-
vissara.
Önnur áleitin spurning sem kennarar og stjórnendur við brautina þurfa að spyrja
sig er hvort menntunin í dag mæti kröfum framtíðar: Hvað vitum við um það sem
framtíðin ber í skauti sér og hvernig framtíðarsamfélagið lítur út? Við vitum aftur á
móti að á fagvettvanginum er mikil gerjun. Verulegar breytingar urðu á framboði og
fyrirkomulagi á frístundaþjónustu sveitarfélaganna eftir hrun. Þar sem þessi þjón-
usta er ekki lögbundin var hún víða skorin niður eða sameinuð annarri starfsemi.
Frjáls félagasamtök hafa verið að auka áherslu á fagmennsku og gæði, einkum í starfi
með börnum og ungu fólki. Einkageirinn er með fjölbreytt framboð á frístundastarfi
víða um land og oft er erfitt að greina þar mörk afþreyingar og starfs með áherslu á
uppeldi í víðum skilningi. Stefnumörkun í málaflokknum af hálfu ríkisins er óljós
og tómstunda- og frístundastarf í sveitarfélögum landsins býr við mjög mismunandi
aðstæður, sem m.a. birtist í því að börn og ungmenni eiga mjög ólíka möguleika á
þroskavænlegu tómstundastarfi.
Ýmis teikn eru á lofti um vaxandi mikilvægi þeirra óformlegu menntaferla sem eiga
sér stað á vettvangi tómstunda, varðandi framþróun menntunar almennt. Leadbeater
og Wong (2010) setja til að mynda fram áhugaverðar hugmyndir um það hvernig megi
virkja krafta eða eðli hinna óformlegu menntaferla til nýsköpunar í menntun. Þau
tala um að læra af öfgunum (e. learning from the extremes) og setja fram stefnumót-
andi leiðir fyrir stjórnvöld til að geta mætt áskorunum samtímans með nýsköpun í
menntun. Áhersla er lögð á leiðir sem byggja á að vinna með samfélög í heild og skapa
möguleika á viðbót við það nám sem fer fram innan hins formlega menntakerfis og
einnig er unnið að umbreytandi nýsköpun (e. transformational innovation) í menntun.
Markmiðið er að koma menntun til þeirra milljóna í heiminum sem ekki hafa aðgang
að menntun – og líka til þeirra sem standa höllum fæti í menntakerfum þróaðra ríkja.
Hér á landi er starfandi óformlegt menntakerfi, t.d. félagsmiðstöðvar og frístunda-
heimili, sem telja má að liggi á milli hins formlega og formlausa náms. Getur verið að
vænlegur möguleiki á framþróun og nýsköpun í menntamálum á Íslandi liggi innan
þessara kerfa?
Þær spurningar sem hér eru settar fram skipta miklu máli varðandi þróun náms
og rannsókna á sviði tómstundafræða. Ýmislegt jákvætt er í farvatninu sem vert er
að nefna. Orðanefnd hefur hafið vinnu við gerð íðorðasafns í tómstundafræði og
mikill áhugi er á að efla gerð námsefnis í samstarfi við fagfélög. Rannsóknarvirkni