Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 116
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014116
önnUr skynjUn – ÓLík veröLD
Fyrsti kafli bókarinnar, Einhverfan og fræðin, fjallar um fræðilegan bakgrunn rann-
sóknarinnar. Gerð er grein fyrir kenningum, sjónarmiðum, sögu einhverfu, þróun
greiningaraðferða, rannsóknum um líf og aðstæður fólks á einhverfurófinu, menn-
ingu þess og útgefnum ævisögum. Í þremur næstu köflum, sem bera heitin Óvenjuleg
skynjun, Skólinn og lífið með öðru fólki og Að skilja sjálfan sig og aðra, er gerð grein fyrir
niðurstöðum rannsóknarinnar og er það áhugaverðasti hluti bókarinnar.
Rannsóknin er byggð á viðtölum við átta manns, fimm karla og þrjár konur sem
öll hafa fengið þá greiningu að vera á einhverfurófinu. Flestir viðmælendurnir voru
á milli tvítugs og þrítugs þegar viðtölin fóru fram, en tekin voru fleiri en eitt við-
tal við hvern þátttakanda. Fimmti og síðasti kaflinn er niðurlagskafli þar sem helstu
niðurstöður rannsóknarinnar eru teknar saman og greint er frá þeim lærdómum sem
höfundurinn dregur af þeim. Í framhaldi af því eru nokkur hagnýt ráð til þeirra sem
umgangast fólk með einhverfuraskanir og láta sig hag þess varða. Í eftirmála bókar-
innar setur Jarþrúður fram hugleiðingar sínar um stöðu fólks sem er á einhverfuróf-
inu, sérstaklega þess fólks sem ekki getur gert sig skiljanlegt með töluðum orðum. Í
lokin segir hún svo stutta sögu í orðastað dóttur sinnar sem lýsir þeim áhrifum sem
óvenjuleg skynjun getur haft á daglegt líf einhverfrar manneskju.
Bókinni lýkur á alllöngum viðauka með nákvæmri greinargerð um aðferðafræðina
og þær aðferðir sem notaðar voru við gerð rannsóknarinnar.
HElstU styrKlEiKar Og VEiKlEiKar bóKarinnar
Það er mikill fengur að þessari bók fyrir alla þá er láta sig fólk á einhverfurófinu varða.
Þó er hún líklega mikilvægust fyrir fólkið sjálft, sérstaklega ef almenn þekking og
skilningur á þeirri óvenjulegu skynjun sem einhverfuröskunum fylgir eykst með til-
komu hennar. Rannsóknin, sem er undirstaða bókarinnar, er vönduð og er ítarlega
greint frá henni bæði í upphafi bókarinnar og í heilum kafla í lokin.
Ljóst er að Jarþrúði tekst með rannsókninni að afla margvíslegra upplýsinga frá
fyrstu hendi um það hvernig fólk með einhverfuraskanir skynjar umhverfi sitt og
samskipti við aðra, bæði sem fullorðnir einstaklingar og börn. Af þessum lýsingum
má læra ýmislegt um það hvernig fólk getur með framkomu sinni og atferli dregið úr
þeim neikvæðu áhrifum sem þessi óvenjulega skynjun hefur oft í för með sér fyrir þá
sem eru á einhverfurófinu. Til þess að fólk geti lagað framkomu sína og aðstæður að
þörfum annarra þurfa þarfirnar að vera þekktar og er þessi bók mikilvægt framlag til
slíkrar þekkingaröflunar.
Jarþrúður ber þá von í brjósti að bókin hafi bæði hagnýtt og fræðilegt gildi og verði
lesin jafnt af þeim sem eru á einhverfurófi, aðstandendum og stuðnings- og þjónustu-
aðilum. Einnig vonar hún að bókin nýtist til kennslu um einhverfu og í fræðastarfi í
þágu einhverfs fólks (bls. 12). Þetta eru metnaðarfull markmið en ef til vill of víðtæk.
Þrengja hefði mátt markhópinn og skrifa bókina með aðstandendur, starfandi fagfólk
og almenning í huga. Það er fólkið sem fyrst og fremst þarf að fá skilaboðin sem í
niðurstöðum rannsóknarinnar felast. Þannig hefði mátt ræða þessar upplýsingar enn