Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 116

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 116
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014116 önnUr skynjUn – ÓLík veröLD Fyrsti kafli bókarinnar, Einhverfan og fræðin, fjallar um fræðilegan bakgrunn rann- sóknarinnar. Gerð er grein fyrir kenningum, sjónarmiðum, sögu einhverfu, þróun greiningaraðferða, rannsóknum um líf og aðstæður fólks á einhverfurófinu, menn- ingu þess og útgefnum ævisögum. Í þremur næstu köflum, sem bera heitin Óvenjuleg skynjun, Skólinn og lífið með öðru fólki og Að skilja sjálfan sig og aðra, er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar og er það áhugaverðasti hluti bókarinnar. Rannsóknin er byggð á viðtölum við átta manns, fimm karla og þrjár konur sem öll hafa fengið þá greiningu að vera á einhverfurófinu. Flestir viðmælendurnir voru á milli tvítugs og þrítugs þegar viðtölin fóru fram, en tekin voru fleiri en eitt við- tal við hvern þátttakanda. Fimmti og síðasti kaflinn er niðurlagskafli þar sem helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru teknar saman og greint er frá þeim lærdómum sem höfundurinn dregur af þeim. Í framhaldi af því eru nokkur hagnýt ráð til þeirra sem umgangast fólk með einhverfuraskanir og láta sig hag þess varða. Í eftirmála bókar- innar setur Jarþrúður fram hugleiðingar sínar um stöðu fólks sem er á einhverfuróf- inu, sérstaklega þess fólks sem ekki getur gert sig skiljanlegt með töluðum orðum. Í lokin segir hún svo stutta sögu í orðastað dóttur sinnar sem lýsir þeim áhrifum sem óvenjuleg skynjun getur haft á daglegt líf einhverfrar manneskju. Bókinni lýkur á alllöngum viðauka með nákvæmri greinargerð um aðferðafræðina og þær aðferðir sem notaðar voru við gerð rannsóknarinnar. HElstU styrKlEiKar Og VEiKlEiKar bóKarinnar Það er mikill fengur að þessari bók fyrir alla þá er láta sig fólk á einhverfurófinu varða. Þó er hún líklega mikilvægust fyrir fólkið sjálft, sérstaklega ef almenn þekking og skilningur á þeirri óvenjulegu skynjun sem einhverfuröskunum fylgir eykst með til- komu hennar. Rannsóknin, sem er undirstaða bókarinnar, er vönduð og er ítarlega greint frá henni bæði í upphafi bókarinnar og í heilum kafla í lokin. Ljóst er að Jarþrúði tekst með rannsókninni að afla margvíslegra upplýsinga frá fyrstu hendi um það hvernig fólk með einhverfuraskanir skynjar umhverfi sitt og samskipti við aðra, bæði sem fullorðnir einstaklingar og börn. Af þessum lýsingum má læra ýmislegt um það hvernig fólk getur með framkomu sinni og atferli dregið úr þeim neikvæðu áhrifum sem þessi óvenjulega skynjun hefur oft í för með sér fyrir þá sem eru á einhverfurófinu. Til þess að fólk geti lagað framkomu sína og aðstæður að þörfum annarra þurfa þarfirnar að vera þekktar og er þessi bók mikilvægt framlag til slíkrar þekkingaröflunar. Jarþrúður ber þá von í brjósti að bókin hafi bæði hagnýtt og fræðilegt gildi og verði lesin jafnt af þeim sem eru á einhverfurófi, aðstandendum og stuðnings- og þjónustu- aðilum. Einnig vonar hún að bókin nýtist til kennslu um einhverfu og í fræðastarfi í þágu einhverfs fólks (bls. 12). Þetta eru metnaðarfull markmið en ef til vill of víðtæk. Þrengja hefði mátt markhópinn og skrifa bókina með aðstandendur, starfandi fagfólk og almenning í huga. Það er fólkið sem fyrst og fremst þarf að fá skilaboðin sem í niðurstöðum rannsóknarinnar felast. Þannig hefði mátt ræða þessar upplýsingar enn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.