Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 127

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 127
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 127 ingÓLfUr ásgeir jÓHannesson (bls. 77). Viðmiðin setja vonandi ramma þar sem undanþágur frá þátttöku í ákveðnum þáttum skólastarfsins vegna uppeldisréttar foreldra og lífsskoðana þættu óþarfar. Næstsíðasti kafli ritsins fjallar um trú og lífsviðhorf í uppeldi og menntun og er umræðan þar beint framhald af kaflanum um grunngildi. Sigurður áréttar að skólar hvorki geti né megi vera „dauðhreinsaðir af mikilvægum álitamálum …“ heldur þurfi skólinn að geta tekist á við álitamál er varða trú og önnur lífsviðhorf. Hann telur að það séu einkum þrír samfélagshópar sem skólar þurfi að gefa sérstakan gaum þannig að foreldrunum finnist ekki brotið á réttinum til að ala börnin upp í þeirri trú eða lífsskoðun sem þeir aðhyllast, það eru múslimar, þeir sem aðhyllast siðrænan húmanisma og vottar Jehóva (bls. 73). Í síðasta kaflanum, um virkan uppeldisrétt, leggur Sigurður til að sett verði löggjöf um fjölskyldupólitík. Ef ég skil þá kröfu rétt þarf hún að segja eitthvað markvert um verkaskiptingu foreldra og annarra við uppeldi barna. Sigurður heldur því fram að með aukinni vinnu utan heimilis setji foreldrar nú traust sitt á menntaðar uppeldisstéttir. Ég er reyndar ekki alveg viss um að það sé rétt. Um hitt er ég hjartan- lega sammála Sigurði, að „sérfræðingar geta aldrei leyst foreldrana undan hlutverki sínu og ábyrgð“. Sum sveitarfélög hafa sérstaka fjölskyldustefnu, t.d. Akureyrarbær (2005). Samkvæmt henni eiga skólar að hafa stefnu um samskipti skóla og heimila. Frágangur ritsins er skínandi góður og í því er rúmlega einnar blaðsíðu ágrip (abstract) á ensku. UpplýsanDi rit Og pErsónUlEgt Ritið er glíma kristins skólamanns við að skilja hvernig forðast megi að útrýma áhrif- um kristninnar en jafnframt virða ólík sjónarmið. Trú Sigurðar byggist á upplýsingu og umræðu, ekki því að kirkjan sé yfirvald sem hafi rétt til að segja öðrum fyrir verk- um. Mér sýnast almennar lýsingar í ritinu á ólíkri afstöðu ýmissa trúarbragða til upp- eldisréttar vera meðal eldra efnis, en nýrri er kafli um áhrif múslima, siðræns húman- isma, sem var tæpast til á Íslandi þegar ritið kom fyrst út, og votta Jehóva á skólastarf- ið (bls. 73–79). Þótt ég geti ekki ábyrgst að hópunum þremur þyki hvergi á sig hallað tel ég þessa umfjöllun upplýsandi um álitamálin sem þarf að leysa til að skólarnir geti rækt hlutverk sitt gagnvart þessum börnum sem öðrum. Ég leyfi mér þó að fullyrða að kaflarnir voru ekki skrifaðir til að halla á neinn eða draga taum trúarsjónarmiða höfundar. Þegar aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla kom út 2011 var lögð áhersla á svokallaða grunnþætti menntunar, það er læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð og loks sköpun. Trúarbrögð eru nefnd meðal margra þátta sem þarf að taka tillit til þegar horft er til jafnréttis. Kröfum um trúarbragðafræðslu og um að kristin arfleifð íslenskrar menningar móti starf grunnskóla var síðan fylgt eftir í námskrá um greinasvið sem kom út 2013. Í kaflanum um menntun í samfélagsgreinum eru fjögur hæfniviðmið fyrir hvern þessara bekkja: 4., 7. og 10.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.