Morgunblaðið - 16.03.2012, Page 42
42 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér er allt að því ómögulegt að hafa
hugann við vinnuna í dag. Ef þú ferð út að
hitta vinina færðu alla athyglina.
20. apríl - 20. maí
Naut Fjarvistir og ferðalög geta tekið sinn
toll hjá öðrum í fjölskyldunni. Taktu ekki álit
þeirra nærri þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er hægt að sýna öðrum fram
á sannleiksgildi hluta án þess að beita til
þess afli. Tjáðu þig við þá sem eru þér
næstir. Biddu um allt sem þig dreymir um.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Reyndu að halda aftur af þér í inn-
kaupum í dag, þótt ómótstæðilegur mun-
aðarvarningur verði á vegi þínum. Kannaðu
rótina að þeim hömlum sem verið er að
reyna að setja þér núna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Farðu varlega í fjármálum núna og
hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir
peningum. Láttu ekki leti og kæruleysi ná
tökum á þér í dag því þú þarft að skila verk-
efni sem krefst einbeitingar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ástúðlegar tilfinningar til einhvers
sem er þér nákominn eru sterkar í dag.
Breytingar sem þú leggur til mæta mikilli
andstöðu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur meðbyr í seglin og átt að geta
notfært þér hann. Vinur þinn hefur yfirhönd-
ina í sókninni eftir frægð og frama – en það
er stórkostlega langt frá efninu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Samræður þínar við vini þína
eru óvenju skemmtilegar í dag. Taktu málin í
þínar hendur og láttu áhugann leiða þig
áfram.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Að elska og vera elskaður er það
sem máli skiptir í lífinu. Gættu þess líka að
vanrækja ekki þína nánustu. Láttu viðkom-
andi vita að þér þyki vænt um hann.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér líður eins og þorpshetjunni
sem flytur í stórborgina, hann hittir einum
of marga sína líka. Vertu viðbúinn að
svara spurningum annarra um fyrirætlanir
þínar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Góðir hlustendur lifa sig inn í
sögurnar sem þeir heyra. Eftirminnilegustu
og frábærustu hlutar dagsins ganga út á
inngrip í þínar upphaflegu ráðagerðir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þig langar svo mikið til að kaupa
eitthvað að það er hætt við að þú fáir það á
heilann. Vitsmunir þínir og líkami eiga
mesta hrós skilið.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson varkjörinn formaður kvæða-
mannafélagsins Iðunnar 9. mars
síðastliðinn, en þá lét Steindór And-
ersen af formennsku eftir 15 ára
farsælt starf. Á litla hagyrð-
ingamótinu, sem haldið var á fund-
inum, ortu þeir Ingi Heiðmar Jóns-
son, Ragnar Böðvarsson og Ragnar
Ingi Aðalsteinsson um vatn, ís og
gufu og stýrði Helgi Zimsen
mótinu. Hlýða má á afraksturinn á
hljóðbloggi Arnþórs Helgasonar:
www.hljod.blog.is. Þar á meðal
„lífsfararkvæði“ nýkjörins for-
manns sem nefnist einfaldlega Ís,
vatn og gufa:
Ég hóf þessa ferð bæði vaskur og vís
er víðáttan lokkandi brosti.
Svo stælinn og kaldur í æsku sem ís
í ágjöf og byljum og frosti.
En veröldin bauð marga léttfarna leið
hve ljúft var að hrasa og falla;
Ég velktist um ævinnar víðsjála skeið
eins og vatn sem er komið í halla.
Ég nálgast nú óðfluga áfangastað
á þó eftir svo margt til að prufa,
en ég nenni ekki lengur að nöldra um
það
því nú er ég bara gufa.
Umsjónarmanni barst kveðja um
að einn meðlima hljómsveitarinnar
1860 hefði fyrir nokkru ort á fés-
bókinni um atburði líðandi stundar
og fylgir sögunni að bragurinn sé
klæðskerasniðinn að Áföngum Jóns
Helgasonar:
Ólafur þykist eiga bágt
ákvörðun vill ei taka.
Kraftajötnarnir kveinka sér
um karlhatur ýmsa saka.
Í Helgafellinu hriktir svo
hornsteinar landsins braka
meðan hin fánýtu fuglabjörg
á fésbókinni kvaka.
Og í tilefni af ilmandi pistli Krist-
ínar Heiðu Kristinsdóttur í Sunnu-
dagsmogganum með „lofnar-
kveðskap“ barst kveðja frá dyggum
lesanda, sem ekki vildi láta nafns
síns getið, en rifjaði upp vísu eftir
Andrés Björnsson eldri frá Brekku
í Seyluhreppi forna:
Guð veit hvað hún gerði mér,
gleymdi ég stað og líðan.
Ég veit bara að ég er
annar maður síðan.
Eftirlætisvísa frá táningsárunum
var einnig rifjuð upp og ku vera eft-
ir Kristján Jónsson Fjallaskáld:
Eg vil feginn óspilltur
æskuveginn ganga.
Og svo deyja ölvaður
undir meyjarvanga.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af nýjum formanni og litla
hagyrðingamóti Iðunnar
G
re
tt
ir
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
il
eg
i
G
æ
sa
m
am
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
S
m
áf
ó
lk
Fe
rd
in
an
d
ENN EINN PIZZA-
SENDILLINN SEM KEMUR
ALDREI AFTUR TIL OKKAR
VÍST
GERIR HANN
ÞAÐ, ÉG ER MEÐ
LYKLANA HANS
ERTU
MEÐ
ÞETTA?
VAR-
LEGA,
SVONA
NÚ
VAR-
LEGA
POTTAPLANTAN MÍN
ÞARF SM SÓLARLJÓS
ÞETTA ER NÝJASTA VOPN RIDDARANA
Í BARTTU SINNI VIÐ HIN ILLU ÖFL
SVO ER ÞETTA LÍKA FRBÆRT EF
MAÐUR ÆTLAR AÐ GRILLA SYKURPÚÐA
HVERT
FÓR
RUNÓLFUR?
HANN
HEYRÐI AÐ ÞAÐ
VÆRI FRÆG
„VALA” Í
SIRKUSNUM OG
DREIF SIG AÐ
SJ HANA
STEIN-
VALA!?
HANN
VAR
AÐEINS AÐ
MISSKILJA,
ÞETTA ER
VÖLVA, HÚN
HEITIR
VENUS
ÉG BÝST VIÐ
AÐ ÞESSI STEIN-
VALA SÉ SVONA
FRÆG VEGNA ÞESS
AÐ HÚN ER ÚR
GLERI EN EKKI
STEINI?
ÉG SKYNJA
AÐ ÞÚ SÉRT
EKKERT SÉRLEGA
VEL GEFINN
Fyrir margt löngu, þegar Víkverjivar í byggingavinnu, fékk hann
bakverk og gat sig vart hreyft.
Hjúkrunarkona bæjarins sagði að til
þess að ná skjótum bata væri best að
hanga og ráðlagði háskólaborg-
aranum að mæta og hanga í
vinnunni. Hann gerði það, vinnu-
félögunum til mikillar undrunar, en
verkurinn hvarf og eftir það var ekki
til setunnar boðið.
x x x
Þetta með sæti, stöðu og það aðhanga kom upp í huga Víkverja í
gær þegar hann leit upp frá skjánum
og virti tvo samstarfsmenn fyrir sér.
Báðir stóðu við vinnustöðvar sínar
og hömruðu á lyklaborðið eins og
enginn væri morgundagurinn. Stóll
annars blaðamannsins var eins og
barið hundskinn, götóttur og illa far-
inn, en hinn blaðamaðurinn hafði
ekkert sæti til að setjast í. Ekki er
ofsögum sagt að staða fólks er með
misjöfnum hætti.
x x x
Gera má því skóna að þar sem erusæti þar eru vandræði. Það kom
til dæmis berlega í ljós í Landsdómi
á dögunum, þegar blaðamaður sat
sem fastast þegar hann átti að
standa upp og stóð þegar hann átti
að setjast.
Annað óleyst dæmi er daglega á
ferðinni milli Reykjavíkur og Hafnar
í Hornafirði. Þegar menn fóru gang-
andi eða ríðandi á milli staða vafðist
aldrei fyrir þeim hvort það ætti að
standa eða sitja en eftir að Strætó
tók að sér aksturinn standa menn
ýmist eða sitja á leiðinni. Það er
vandamálið því mönnum ber ekki
saman um hvort þeir eigi að sitja eða
standa og hvort þeir megi yfir höfuð
standa.
x x x
Margir hafa verið kenndir viðgöngu og nægir að nefna Jo-
hnnie Walker og Göngu-Hrólf í því
sambandi. Víkverji hefur ekki heyrt
um neinn sem hefur hefur öðlast
frægð og frama fyrir það að standa
en talið er að aðeins einn maður í
veröldinni sé kenndur við sæti. Það
fylgir sögunni að hann sé svo önnum
kafinn að hann gefi sér sjaldan tíma
til þess að setjast.
Víkverji
Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd
börn eftir hinni andlegu, ósviknu
mjólk, til þess að þér af henni getið
dafnað til hjálpræðis. (1Pt. 2, 2.)
Fjölhæfasti starfskrafturinn
Fjölnota vinnuþjarkur sem höndlar hátt í 100 verkfæri
▪ Lágur rekstrarkostnaður
▪ Einstaklega lipur í notkun
▪ Örugg og þægileg í umgengni
▪ Vökvaknúinn í aldrifi
Tilboðsverð
1.740.000 kr. + vsk.
Skófla fylgir með
220
Bensín
Hæð: 186 sm
Breidd: 96 sm
Þyngd: 620 kg
Lyftihæð: 1,40 m
Lyftigeta: 350 kg
Hestöfl: 20