Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 13

Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 13
INNAN GARÐS OG UTAN 147 með sex mánaða fyrirvara. Við nánari athugun varð félagið þess vísara að til stæði verk- legar framkvæmdir af bæjarins hálfu á lóðinni í mjög náinni framtíð, og var boð bæjarráðs því í rauninni einskis virði. Þess verður þó að vænta, að bærinn eða ríkið sjái sóma sinn í þvf, að leysa þetta nauðsynjamál í tæka tíð. Hið fyrsta listamannaþing verður merkileg nýjung í íslenzku menningarlífi, fyrst og fremst vegna þess, að vafalaust má telja, að slíkt þing verði haldið með reglulegu milli- bili upp frá þessu. Fyrsta listamannaþingið verður háð skömmu áður en Alþingi leggur síðustu hönd á fyrstu stjórnarskrá hins fullvalda íslenzka lýðveldis. Ráðamenn þeirra er- lendu ríkja, sem vér eigum mest undir, hafa fyrr og síðar látið það ótvírætt í ljós, að réttur vor til óskoraðs fullveldis hvíli fyrst og fremst á tungu vorri og andlegri menningu. Ætti því öllum að vera ljúft og skylt að stuðla að því, að listamannaþingið geti orðið veiga- mikill vitnisburður þess, að ekki sé hvíldartími í bókmenntum og listum á Islandi. UTAN GARÐS Góðir gestir úr hópi þeirra Norðmanna, sem nú heyja frelsisstríð OG INNAN þjóðar sinnar í útlegð, hafa heimsótt oss að undanförnu, hetjuskáldið Nordahl Grieg, hinn ágæti fræðimaður og rithöfundur J. S. Worm- Miiller prófessor, er báðir hafa látið hér til sín heyra opinberlega, við mikla aðsókn og almenna hrifningu, og nú síðast hin vinsæla leikkona frú Gerd Grieg. Öll hafa þau frá upphafi tekið hinn mikilsverðasta þátt í baráttunni og helgað henni krafta s/na óskipta. I engu styrjaldarlandi hafa skáld og rithöfundar sýnt og sannað betur en í Noregi, að jafnvel nú, á járnöld hinni nýju, verður andanum hvorki drekkt í blóði né þröngvað til þagnar, þar sem þekking og listir hafa notið frelsis og virðingar um lang- an aldur. Meðal þeirra mörgu skálda Norðmanna, sem reynzt hafa ómetanlegir liðsmenn í styrjöldinni með ýmsum hætti, ber hæst Sigrid Undset, Nordahl Gricg og Arnulf Överland, er nú situr í fangabúðum nazista. Nordahl Grieg komst svo að orði í samsæti, er stjórn Norræna félagsins hélt honum í Reykjavík, að ef til vill hefði enginn einstakur maður átt meiri þátt í því að mynda „Hjemmefronten“ — heimavígstöðvarnar -— í Noregi en Arn- ulf Överland, með kvæði sínu „Vi overlever ait.“ Vera má, að þeim sjálfkjörnu „innangarðsmönnum", sem eindregnast þjóna lögmáli Grafarmanneskjunnar hér á landi, gæti orðið það nokkurt umhugsunarefni, að þessi tvö síðast nefndu skáld, er getið hafa sér slíkan orðstír í baráttu þjóðar sinnar, á hinum ægi- legustu örlagatímum, að þau eru metin jafngildi hereininga, skuli einmitt vera þeir rit- höfundar Noregs, sem afturhaldsöflin þar í landi lögðu einna mest kapp á að gera að „utangarðsmönnum" síðustu friðarárin, fyrir óborgaralegan og óþjóðlegan skáldskap. Sú spurning kynni að valcna, þegar hugleidd eru dæmi þeirra, hvort alþjóðahyggja róttækra rithöfunda muni vera ósamrímanlegri heilbrigðri ættjarðarást en sú dofraspeki, úr háborg hinna dreifðu byggða, sem boðuð var landslýðnum 17. júní síðast liðinn, á þá leið, að vér get- um verið sjálfum oss nægir um hugsanir,en eigum ekki að sækja slíkar óhófsvörur til Moskvu, Berlínar né Lundúna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.