Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 98
228
HELGAFELL
voru því réttmæt og heilbrigÖ. En þó
kom það upp úr dúmum, þegar betur
var að gætt, að skáldin gengu feti
framar í kveðskap sínum að þessu
leyti en kenningin gaf efni til. Shake-
speare, Milton og Wordsworth höfðu
ort um stjórnmál sem skáld. ,,Vinstri
skáldin“ þrjú tóku sér hins vegar fyr-
ir hendur að fjalla um skáldleg efni
sem stjórnmálamenn. Þeir túlkuðu,
með öðrum orðum, ekki stjórnmálin á
skáldlegan hátt, heldur freistuðu að
gera grein fyrir einu og öllu, sam-
kvæmt félagslegum og stjórnarfars-
legum rökum. Ást og hatur, trú og
von, allt, sem nöfnum tjáir að nefna,
hlaut að ákvarðast af stjórnmálum
eða rekja þangað rætur. Stjórnmálin
urðu á þennan hátt veruleikinn á bak
við veruleikann, öxull mannlífsins.
Þau tóku til alls, og allt var undir
þeim komið, en sjálf voru þau yfir
allt hafin.
En meginkostur þessarar skoðunar
var þó sá, samkvæmt marxiskum
skilningi, að hún brá ljósi yfir kynnst-
ur af huldum dómum. Kenning Marx
var þeim furðulegu og heillandi eig-
inleikum búin, að hún gerði grein fyr-
ir ótölulegum fjölda fyrirbrigða af
margvíslegasta tagi: rás sögulegra at-
burða, bókmenntastefnum, háttum
siðaðra þjóða og frumstæðra, uppruna
og þróun fjölskyldulífsins, jafnvel æv-
intýradraumum mannlegrar ástar, á-
rekstrum í borgaralegu heimilislífi og
taugaveilum miðstéttanna. Á þennan
hátt gat rithöfundurinn rennt skyggn-
um augum um alla mannheima, eins
og örn úr heiði, svo að þar sem áður
hafði virzt óskapnaður einn, varð nú
sýnn tilgangur og skipulag. Allt lá
ljóst fyrir, þegar mönnum hafði skil-
izt, í eitt skipti fyrir öll, að rás sögu-
legra atburða var rökbundin, að
stéttabarátta var óhjákvæmileg nauð-
syn og liður í þróun lífsins, — að sér-
hver mannleg athöfn var, þegar að
var gætt, háð hagkerfi samfélagsins.
Þetta var skilrík og áfeng lífsspeki, en
kuldaleg samt sem áður, því að hún
tók ekki til mannsins sem einstakl-
ings, heldur aðeins sem múgveru.
Nú hlýtur hver sú kenning, sem
boðuð er múgverum, að vera áróður
í eðli sínu, og ,,stjórnmálaskáldin“
voru því í fyrstu hikandi gagnvart því
vandamáli, hvort beita skyldi ljóðlist-
inni í áróðursskyni. Þau voru þeirrar
skoðunar, að slíkt ætti ekki að gera,
ljóðlistin hefði æðra hlutverki að
gegna en áróður, henni bæri að sinna
túlkun veruleikans einni og ómeng-
aðri. Þó gat þeim ekki dulizt, að sú
tegund lífstúlkunar, sem þeir boðuðu,
skýring Marxismans, var áróðurskynj-
uð í eðli sínu, því að það var einmitt
sérkenni hennar, að hún var ekki að-
eins skýring á sögulegri rás umliðinna
atburða, heldur og leiðarvísir um þá
stefnu, er sagan átti að taka um ó-
komin ár. Hún var því í raun réttri
mannlífsfræði og dagskipan í senn.
Marxisminn taldi sér það einmitt til
gildis, að þar væri ekki um neina við-
urkenningu að ræða á misræmi milli
fræðireglu og framkvæmdar. Athöfn
er eina sönnun kenningar, var eitt af
kjörorðum hans. Skáldleg lífstúlkun,
er sprottin var af heimspeki Marxism-
ans, hlaut því að verða áróðursborin,
hversu samvizkusamlega, sem skáld-
in reyndu að sigla fyrir það sker.
Slíkur skáldskapur hafði það ætlun-
arverk að orka á múginn, en ekki á
einstaklinginn — nema sem hluta úr
heild. Hér kemur fram sá greinar-
munur, sem er á list og áróðri, laus-
lega að orði komizt. Það er ekki áróð-
ur að reyna að gera menn mildari, vitr-
ari eða jafnvel félagslyndari. Hitt er
áróður að hvetja menn til að ganga í
einhvern mannúðarfélagsskap, menn-
ingarsamtök eða stjórnmálaflokk.
Báðar þessar fortöluaðferðir geta leitt
til góðs, en árangurinn af þeim báð-
um verður ekki sama eðlis. Fyrir þeim
Day Lewis, Auden og Spender vakti