Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 104

Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 104
234 HELGAFELL ur kveðinn með öllum þjóðlega Kugsandi mönn- um og ábyrgum, því að hér gætir greinilega erlendra áhrifa í íslenzkum stjórnmálum. Þetta er þeim mun meira alvörumál sem vitað er, að bók hins brezka klerks hefur sérstakiega orðið opinberun mönnum, sem til þessa hafa verið mjög andvígir Rússlandi og bolsévisma og af- neitað öllum hans athöfnum og öllum hans verkum. Menn, sem fyrir skömmu hefðu óskað að öll höfuð Rússa sætu á einum hálsi, hrópa nú hryggir og undrandi: Mikið hefur verið logið að okkur um Rússland! Ef kommúnism- inn er eins og dómprófasturinn lýsir honum, þá erum við ekki á móti kommúnismanum. Þann- ig eru undirtektir almennings. Þessar góðu viðtökur, sem bókin hefur hlotið meðal manna eru raunar vel skiljanlegar. Bók séra Hewletts Johnsons er einkar vel fallin til þess að túlka ráðstjórnarskipulagið, sem svo furðulegar frásagnir hafa farið af, að allur þorri manna hefur ekki getað áttað sig á, hvað væri satt og hvað logið. Þó mundi þessi ágæta bók dómprófastsins ein ekki nægja til þess að valda breytingu á viðhorfi manna til Ráðstjórn- arríkjanna. Hitt er sönnu nær, að Rússland hafi á síðasta ári fært fjölda manna heim sanninn um það, að lítill fótur hefur verið fyrir trölla- sögunum og furðufregnunum, sem gengið hafa fjöllunum hærra um ráðstjórnarskipulagið. Einnig hafa að engu verið gerðar hrakspárnar, sem fylgt hafa Rússlandi frá þeirri stundu er bolsévíkar hófust til valda og allt fram á þenn- an dag. Bók hins brezka dómprófasts er einhver lipr- asta og alþýðlegasta lýsing, sem ég hef lesið um Ráðstjórnarríkin. Hann ofþyngir ekki mönnum með ,,lærðum“ útlistunum né tyrfn- um hugtökum, heldur túlkar með einföldum orðum mismuninn á auðvaldsþjóðfélagi og ráð- stjórnarskipulaginu: hið fyrra hvílir á einstak- lingsgróða, hið síðara á skipulagðri framleiðslu til að fullnægja þörfum þjóðfélagsins. Oll and- ar bók hans mannúð kristins manns, en höf- undurinn er svo blessunarlega laus við þá kennimannlegu mærð, sem lúterskum prestum hættir sérstaklega við, hvort sem þeir ræða um veraldlega hluti eða það, sem þeir kalla eilífð- armálin. En Hewlett Johnson er heldur ekki réttur og sléttur prestur. Hann á að baki sér mikla og margháttaða reynsju. Hann hefur verið iðnaðarverkamaður og er auk þess verk- fræðingur að menntun. Hann hefur kynnzt verkamönnum við rennibekkinn og í sálusorg- arastarfi í sókn sinni. Nærri einn þriðji hluti bókarinnar er sjálfsævisaga hans, og segir hann þar mjög skemmtilega frá viðskiptum sfnum við hið borgaralega þjóðfélag og ástæðunum, er gerðu hann að kristilegum sósíalista. Lífs- sögukafli bókarinnar er inngangur að höfuðefni bókarinnar — áætluninni, hinum skipulagða þjóðarbúskap Ráðstjórnarríkjanna. Dómprófast- urinn hefur sýnilega kynnt sér efnið með skiln- ingi og vísindalegri nákvæmni, en öll er fram- setningin svo Jjós, að hvert barn getur skilið. Ég minnist þess ekki að hafa lesið jafn skemmtilega frásögn um tilorðningu hinnai: rússnesku búskaparáætlunar, samstarfið milli æðstu nefndar áætlunarinnar og hins vinnandi fólks í verksmiðjum, menningarstöðvum og samyrkjubúum um allt hið víðáttumikla ráð- stjórnarveldi. Maður les þessa frásögn eins og ævintýri — en það er ævintýri hins rússneska veruleika. Höfundinum er einkar sýnt um að skýra frá atvinnulegri þróun Ráðstjórnarríkjanna og efl- ingu menningarinnar í ríki bolsévíka. í þeim efnum taja tölurnar skýrustu máli, en dómpró- fasturinn gætir þess vandlega að ofhlaða ekki frásögn sína með talnahrúgum. Hann kryddar hina lifandi frásögn sína með tölum, er varpa skýrara ljósi á hinar furðulegu framfarir ráð- stjórnarskipulagsins. En mest heillar hann les- endurna með lýsingum sínum á verkfræðileg- um stórvirkjum ráðstjórnarinnar, á aukinni bú- sæld samyrkjubúanna og afrekum ungra vís- indamanna ráðstjórnarinnar, sem breyta eyði- mörkum í gróið land og gera heimskautalönd- in akurhæf. í þessum köflum bókarinnar birt- ist sigurgjeði verkfræðingsins og vísindamanns- ins og hin forna kristna virðing fyrir striti mannsins. Séra Hewlett Johnson hreifst samt ekki mest af verksmiðjum og hagskýrslunum í Ráðstjórn- arríkjunum. Börnin, hin unga kynslóð heillaði hann mest. Sömu sögu hafa og aðrir Rúss- landsfarar að segja. Uppeldi æskulýðsins í Ráðstjórnarríkjunum er með töluvert öðrum hætti en tíðkast í öðrum löndum. Sérstök á- herzla er lögð á að innræta börnunum ást og virðingu á öðrum þjóðum án tillits til litarháttar eða tungu. Ég held, að hver sem lesi frásögn dómprófastsins á för Paul Robesons, hins fræga ameríska negrasöngvara, til Rússlands og þeim viðtökum, er rússnesku börnin veittu honum og syni hans, muni ekki gleyma henni aftur. Og þessi æskulýður, sem alinn er upp í anda al- þjóðlegs bræðraþels nýtur hins fyllsta öryggis um framtíð sína. Honum eru allir vegir færir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.