Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 58
192
HELGAFELL
venjulegan hátt. Skrifstofumanninum,
sem fer á fætur kl. 8 eða 9 á morgn-
ana og beint í vinnuna, væri án efa
hollt að fara stöku sinnum á fætur kl.
6, ganga niður að höfn eða út fyrir
bæinn til að njóta morgundýrðarinnar,
sjá hvernig starf dagsins hefst á vinnu-
stöðvunum o. s. frv. — Á hinn bóg-
inn getur verið hyggilegt að leyfa sér
stundum kvelddroll, jafnvel vökunótt
getur borgað sig. Hvers hefur sá Reyk-
víkingur ekki farið á mis, sem hefur
ekki lagt það á sig að vaka einstaka
vornótt hér í Reykjavík og njóta þeirr-
ar fegurðar, sem ofreglumaðurinn er
orðinn ónæmur fyrir og sér ekki leng-
ur ? Þekkir sá maður töfra Parísarborg-
ar, sem aldrei hefur vakað og skoðað
hana að næturlagi ? Hann hefur a. m.
k. ekki heillazt af hinni ,,ljósbrýnu
töfrandi Parísarnótt“, sem Einar Bene-
diktsson kveður um. — Jafnvel þess-
ari yfirleitt gagnlegu venju: að vakna
á sama tíma og ganga á sama tíma til
hvíldar, er hollt að víkja frá við og við.
Það eykur ótrúlega reynslu okkar og
rýfur tilbreytingarleysi lífsins. Stephan
G. Stephansson lýsir þessari reynslu
fagurlega:
Það er hollt að hafa átt
heiðra drauma vökunætur,
séð með vinum sínum þrátt
sólskins rönd um miðja nátt,
aukið degi í æviþátt,
aðrir þegar komu á fætur.
Ýmsum öðrum heimilisvenjum er
hollt að breyta við og við. Fjölskyldu-
menn ættu að gera sér far um að eyða
tómstundum sínum á sem fjölbreytt-
astan hátt. Konur heyrast oft kvarta
um fásinni heimilislífsins, en ég er
hræddur um, að þær eigi sjálfar ekki
lítinn þátt í því. Tilbreytingin hefur
ekki ávallt í för með sér aukin útgjöld,
en hún krefst hugkvæmni og þar af
leiðandi nokkurrar áreynslu. — Flótti
unga fólksins frá heimilunum, sem
margir tala nú um sem eitt mesta fé-
lagsvandamál okkar, á hann ekki ein-
mitt, a. m. k. að nokkru leyti, rót sína
að rekja til fábreytts og leiðinlegs
heimilislífs, sem unga fólkið flýr, þeg-
ar því vex fiskur um hrygg ? Þegar
unglingarnir eiga ekki kost á skemmt-
unum og tilbreytingu á heimilinu, hvað
er þá eðlilegra en að þeir losni úr
tengslum við það og leiti sér skemmt-
ana utan þess ? Sumir þeirra lenda svo
á glapstigum. Það er mesti misskiln-
ingur að halda, að allir unglingar, sem
lenda á villigötum og leita sér óholls
félagsskapar utan heimilis og flýja
það, séu frá óreglusömum heimilum.
Álitlegur hópur þeirra er frá ofreglu-
heimilum, þar sem fastar venjur og
þröngsýni, en lítill skilningur á þroska-
skilyrðum æskunnar ríkir. Venju-
manninum hættir ávallt til þröngsýni.
Ofregla er stundum skaðsamlegri en
dálítil óregla, þótt á annan veg sé.
Umgangizt e\lii Menn ættu stöðugt að
alltaf sömu auka kunningjahóp
mennina. sinn. Margir umgang-
ast of fáa menn og
ávallt þá sömu. Þeir bjóða alltaf til
sín sömu kunningjunum og þiggja
aftur heimboð þessara sömu manna.
Að lokum verður sáralítil tilbreyt-
ing í þessu. Maðurinn þekkir hugs-
unarhátt þessara fáu kunningja
sinna fyrir löngu ofan í kjölinn,
samvistir við þá örva hann ekki leng-
ur. Þeir hafa oft fátt að segja hverjir
öðrum og láta sér leiðast saman af
gömlum vana. Því er hyggilegt, að
stækka sífellt kunningjahóp sinn og