Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 56

Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 56
190 HELGAFELL Veitti sálfræðingurinn honum eftir- farandi leiðbeiningar: I) Þegar hann var í Chicago, en þar átti hann heima, átti hann að fara út og skemmta sér fjögur kvöld í viku, helzt ásamt ein- hverjum kunningja sínum, karli eða konu. Átti hann að fara með þeim í veitingaskála, leikhús, kvikmynda- hús, hljómleika o, fl. 2) Þegar hann var á ferðalagi, átti hann að eyða a. m. k. klukkutíma á hverju kveldi í rabb við einhvern hótelgestinn. 3) Hann átti að lesa eina bók á viku, sem fjallaði um annað efni en kaupsýslu. 4) Hann átti að kaupa nýjar bækur um sölumennsku, lesa þær vandlega og reyna að hagnýta sér þær í starf- inu. 5) Hann átti að beita sér fyrir stofnun námsflokks meðal starfsfélaga sinna í Chicago, til að kynnast nýjum söluaðferðum í þeirra grein. 6) Hann átti að gerast meðlimur í m. k. einu fé- lagi, sem starfaði að framförum eða umbótum á einhverju sviði. — Og loks átti hann þriðja hvern mánuð að tala við sálfræðinginn og gefa honum skýrslu um, hvernig allt gengi. Árang- urinn varð þessi á einu ári: Sala hans jókst frá því, sem hún hafði verið að meðaltali fimm síðustu árin um 5% fyrstu þrjá mánuðina, eftir 6 mánuði var söluaukningin orðin 15%, eftir 9 mánuði 24% og eftir árið 46%. Engar verulegar markaðsbreytingar áttu sér stað á þessu tímabili, og var forstjóri fyrirtækisins sannfærður um, að sölu- aukning fyrirtækisins væri eingöngu að þakka því, að hann braut á bak aftur gamlar venjur, sem stóðu honum fyr- ir þrifum við starfið. Svipuð saga og þessi getur endurtek- ið sig við flest störf, þótt ekki sé allt- af hægt að sjá árangurinn jafngreini- lega og meta hann í tölum, eins og í þessu dæmi, sem ég tók. Kennslu- starfið felur t. d. í sér þá hættu, að kennarinn stirðni í ákveðnum kennslu- venjum, sem hann hefur lært og tam- ið sér, þegar hann var ungur. Hann leitar svo ekki að neinu nýju úr því, en kennir alltaf á sama hátt. Slík kennsla er ákaflega létt og fyrirhafnarlítil. — Andstæða þessara kennara eru þeir, sem sífellt leitast við að auka þekk- ingu sína í þeim greinum, sem þeir kenna, og eru sífellt að bæta kennslu- aðferð sína. Góður kennari er ávallt jafnframt nemandi, hann lærir um leið og hann kennir. Hjá honum verður kennslan aldrei endurtekning hins sama. Kennslan er dauð, ef maðurinn lærir ekki á því að kenna. Vegur Vanans: Það er hægara að hinn breiði Vegur. koma í veg fyrir hin Venjubreytingin: lamandi áhrif van- híð þrönga hli<5. ans en að brjóta rótgrónar venjur á bak aftur. Menn mega ekki bíða þess, að vaninn lami framtak þeirra. Þegar á unga aldri ættu menn að endurskoða venjur sínar og gera nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að koma í vegfyrirþað, að þær nái offöstum tökum á þeim og varni þeim að laga sig að nýjum að- stæðum. Menn verða að kappkosta að halda aðlögunarhæfileika sínum sem lengst óskertum á öllum sviðum, en venjurnar minnka hann, eins og sýnt hefur verið fram á. Á aldrinum 25— 40 ára komast flestar venjur okkar í fast horf, og úr því verður flestum ofraun að breyta þeim mikið. Maður- inn er þá orðinn fullorðinn, mótaður í öllum aðalatriðum. Ur því læra eða skapa fæstir neitt verulega nýtt. Þeir vinna úr fyrri reynslu. Þótt ytri aðstæð- ur breytist, er innri maðurinn hinn sami, sama viðhorfið, sömu andsvars- hættirnir, en engin veruleg nýsköpun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.