Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 42
176
HELGAFELL
við þá skapar, hefur og verið með þeim hætti, að telja má fullkomna
smán. En það er kannske ekki við öðru að búast, meðan nokkur hluti þjóð-
arinnar virðist álíta, að fylgi menn bandamönnum í styrjöldinni, eigi menn
að gera hermönnum þeirra hér á landi það gagn og gaman, sem menn geti.
Þá kveður og nokkuð að því, að þjóðrækni sé talin bera vott um nazisma.
Það hefur verið talinn nazismi að tala um fósturmoldina, nazistiskt að elska
þjóð sína. Hér er einræðishugsunarháttur enn að verki. Sökum þess, að
nazistar hafa misnotað þjóðerniskenndina í kenningum sínum og athöfnum,
er öll þjóðrækni talin nazismi. Ég eyði ekki orðum í að lýsa því, hvert slík-
ur hugsunarháttur leiddi, ef hann yrði almennur.
En þótt mér sé ljós sú hætta, sem dvöl hins erlenda hers í landinu hefur
í för með sér fyrir þjóðerni vort og menningu, og þótt mér sé ljós nauðsynin
á skynsamlegri þjóðrækni, grunar mig samt, að hættan sé meiri fyrir oss
sem menn — sem einstaklinga — en sem íslendinga. Þjóðerniskennd vor
mun nú varla minni en hún var fyrir hernámið, og tunga vor og önnur menn-
ingarverðmæti hafa enn ekki orðið fyrir neinum áföllum. En þjóðin hefur
þegar orðið fyrir stórkostlegu siðferðislegu og félagslegu tjóni. Slíkt tjón
þjóðarinnar verður mest og alvarlegast, en jafnframt óbætanlegast. Það fólk,
sem nú er á glapstigurn í þessum efnum, tjáir ekki að hvetja til þjóðrækni,
því að það er ekki þjóðræknin, sem það vantar tilfinnanlegast, þótt það
kannske vanti hana líka, heldur manndómur, menning og siðferðisþroski.
Þetta fólk á ekki fyrst og fremst að hvetja til þess að vera íslendingar, heldur
til þess að vera menn.
Gtjlfi Þ. Gíslason.