Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 25
Jóhann Gunnar Ólafsson:
Magnús Stefánsson skáld
i.
Þeim, sem kunnugir voru Magnúsi Stefánssyni skáldi, kom ekki á óvart,
að andlát hans gæti borið að höndum, þegar minnst varði. Árum saman hafði
hann þjáðst af illkynja hjartasjúkdómi, sem smám saman fór versnandi.
Hann tók nálega aldrei á heilum sér
hin síðari ár, og hafði hvað eftir ann-
að legið þungar legur á sjúkrahúsum.
Sjálfum var honum fullljóst, hvert
stefndi, og talaði með hinni mestu ró-
semi um það, að hann mundi eiga
skammt eftir ólifað. Þegar hann fór nú
síðast í sjúkrahúsið, en það mun hafa
verið með byrjun júnímánaðar, gjörði
hann ráð fyrir að eiga þaðan ekki aft-
urkvæmt. Reyndin varð líka sú.
Hann andaðist í sjúkrahúsi hins
heilaga Jósefs í Hafnarfirði 25. júlí
1942.
II.
Magnús var fæddur 12. desember
1884 að Kverkártungu í Skeggjastaða-
MAGNÚS STEFÁNSSON hreppi í Norður-Múlasýslu. Foreldrar
hans voru Stefán Árnason og Ingveld-
ur Sigurðardóttir. Stefán var sonur
Árna Guðmundssonar sterka. Var hann úr Mjóafirði. En Ingveldur var frá
Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá, af Sandbrekkuætt. Var það mikil presta-
ætt. Þau gengu í hjónaband árið 1872. Ári síðar fluttu þau frá Ekkjufelli í
Fellum að Kverkártungu á Langanesströnd, og voru börnin þá orðin tvö. Eng-
in skyldmenni áttu þau norður þar, og ekki er grunlaust, að þau hafi leitað
burt af Héraði vegna meinbægni sveitarstjórnarinnar, því að þau voru fátæk
að veraldarauð. Þau eignuðust saman fjórar dætur og tvo sonu. Dó annar barn
að aldri, en hinn var Magnús, og var hann yngstur þeirra systkina. Meðan
Stefán bjó í Kverkártungu gengu yfir norðanvert Austurland, og reyndar