Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 57

Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 57
ÁVANI OG OFREGLA 191 Við þetta bætist svo tilfinningin um það, að við höfum þegar lifað hið feg- ursta, að við séum orðin ofgömul til að læra og laga okkur að verkefnum framtíðarinnar. Þetta er sorgarsaga fjöldans, hinna siðaföstu ofreglu- manna. Það er því ekkert keppikefli, að verða snemma roskinn og ráðsett- ur í þessum skilningi. Jafnvel venjur, sem eru góðar yfirleitt, hafa sínar skuggahliðar, ef þeim er ekki samfara sífelld nýsköpun, sífelld viðleitni til út- víkkunar og breytinga. Meðalmaður- inn stöðvast tiltölulega snemma á and- legri þroskabraut sinni sakir rangrar lífsstjórnar, sem er fólgin í því, að hann af andvaraleysi lætur sig stirðna í alls konar venjukerfum. Hann ..stagnerast" og ,,forpokast“, sér allt eins og hann er vanur að sjá það, hef- ur fastar skoðanir um allt, því að van- inn varnar honum þess að endurskoða mat sitt á málefnunum og líta á þau frá öðrum sjónarmiðum. Vegur van- ans er hinn breiði vegur, sem fjöldinn gengur. Hann liggur til sálardoða og andlegrar ánauðar. Gamall málshátt- ur segir: Lengi er að skapast manns- höfuðið. Það er því lengur að skapast sem það er betra. Rétt lífsstjórn stefn- ir að sem mestum persónuþroska, en sá, sem þroskast, er í sífelldri umbreyt- ingu og sköpun. Hinn velvakandi, hinn frumlegi maður heldur sköpunar- mætti sínum fram í háa elli eða allt til þess, að lífsorku hans þrýtur, en þræll vanans verður gamall á unga aldri, löngu áður en elli mæðir hann. Rétt uppeldi og lífsstjórn leggja ekki á- herzlu á, að gera menn snemma ,, full- orðna“, heldur á það að halda mönn- um síungum, síleitandi, sískapandi, sí- vaknandi til alls konaráhugamála. Oft hefst aðalævistarf þeirra á þeim aldri, er meðalmaðurinn, sakir rangrar lífs- stjórnar, er þrotinn að andlegum kröft- um og framtakssemi. Um fertugt sett- ist hinn fáfróði Ignatius Loyola, stofn- andi Jesúítareglunnar, á skólabekkinn, og varð einn mesti áhrifamaður sam- tíðar sinnar. Þýzki læknirinn og heim- spekingurinn Theodor Fechner grund- vallaði í elli sinni sálarfræði og fagur- fræði á tilraunum. Þess eru og mörg dæmi, að menn hafa lært að leika á hljóðfæri, mála og teikna, á efri ár- um sínum eða á þeim aldri, þegar flestir álíta sig ofgamla til að læra nokkuð nýtt, og náð undraverðum árangri. Almennar Hér á eftir verður laus- varúðarreglur. lega drepið á nokkur helztu almennu ráð, sem skynsamleg og framkvæmanleg mega teljast til að verjast ofurvaldi vanans: Forðist ofreglu Hafið ekki of reglulega ‘í lifnaðarhátt- lifnaðarhætti og heim- um og heimil- ilisvenjur. Heimilislíf- isvenjum. ið og daglegar venjur eru mikill þáttur í lífi manna, ekki sízt þeirra, sem kvæntir eru. Ef heimilishættirnir eru of tilbreyt- ingarlausir, verður heimilislífið leiðin- legt, það örvar ekki framtakssemina, heldur lamar hana. Menn þarfnast frekar tilbreytingar í starfi en algerrar hvíldar eða iðjuleysis. Það er hyggi- legt, að bregða út af ýmsum háttum sínum við og við, svo að þeir verði ekki að dauðum vana. Það er t. d. hollt að fara stundum fyrr á fætur en venju- lega, þótt þess gerist engin þörf starfs- ins vegna. Margir munu kannast við, að þvílík nýbreytni, þótt smávægileg þyki, er hrein unun. Einn slíkur morg- unn getur auðgað manninn meira en hundrað aðrir, sem hann hefur eytt á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.