Helgafell - 01.06.1942, Page 57
ÁVANI OG OFREGLA
191
Við þetta bætist svo tilfinningin um
það, að við höfum þegar lifað hið feg-
ursta, að við séum orðin ofgömul til að
læra og laga okkur að verkefnum
framtíðarinnar. Þetta er sorgarsaga
fjöldans, hinna siðaföstu ofreglu-
manna. Það er því ekkert keppikefli,
að verða snemma roskinn og ráðsett-
ur í þessum skilningi. Jafnvel venjur,
sem eru góðar yfirleitt, hafa sínar
skuggahliðar, ef þeim er ekki samfara
sífelld nýsköpun, sífelld viðleitni til út-
víkkunar og breytinga. Meðalmaður-
inn stöðvast tiltölulega snemma á and-
legri þroskabraut sinni sakir rangrar
lífsstjórnar, sem er fólgin í því, að
hann af andvaraleysi lætur sig stirðna
í alls konar venjukerfum. Hann
..stagnerast" og ,,forpokast“, sér allt
eins og hann er vanur að sjá það, hef-
ur fastar skoðanir um allt, því að van-
inn varnar honum þess að endurskoða
mat sitt á málefnunum og líta á þau
frá öðrum sjónarmiðum. Vegur van-
ans er hinn breiði vegur, sem fjöldinn
gengur. Hann liggur til sálardoða og
andlegrar ánauðar. Gamall málshátt-
ur segir: Lengi er að skapast manns-
höfuðið. Það er því lengur að skapast
sem það er betra. Rétt lífsstjórn stefn-
ir að sem mestum persónuþroska, en
sá, sem þroskast, er í sífelldri umbreyt-
ingu og sköpun. Hinn velvakandi,
hinn frumlegi maður heldur sköpunar-
mætti sínum fram í háa elli eða allt til
þess, að lífsorku hans þrýtur, en þræll
vanans verður gamall á unga aldri,
löngu áður en elli mæðir hann. Rétt
uppeldi og lífsstjórn leggja ekki á-
herzlu á, að gera menn snemma ,, full-
orðna“, heldur á það að halda mönn-
um síungum, síleitandi, sískapandi, sí-
vaknandi til alls konaráhugamála. Oft
hefst aðalævistarf þeirra á þeim aldri,
er meðalmaðurinn, sakir rangrar lífs-
stjórnar, er þrotinn að andlegum kröft-
um og framtakssemi. Um fertugt sett-
ist hinn fáfróði Ignatius Loyola, stofn-
andi Jesúítareglunnar, á skólabekkinn,
og varð einn mesti áhrifamaður sam-
tíðar sinnar. Þýzki læknirinn og heim-
spekingurinn Theodor Fechner grund-
vallaði í elli sinni sálarfræði og fagur-
fræði á tilraunum. Þess eru og mörg
dæmi, að menn hafa lært að leika á
hljóðfæri, mála og teikna, á efri ár-
um sínum eða á þeim aldri, þegar
flestir álíta sig ofgamla til að læra
nokkuð nýtt, og náð undraverðum
árangri.
Almennar Hér á eftir verður laus-
varúðarreglur. lega drepið á nokkur
helztu almennu ráð,
sem skynsamleg og framkvæmanleg
mega teljast til að verjast ofurvaldi
vanans:
Forðist ofreglu Hafið ekki of reglulega
‘í lifnaðarhátt- lifnaðarhætti og heim-
um og heimil- ilisvenjur. Heimilislíf-
isvenjum. ið og daglegar venjur
eru mikill þáttur í lífi
manna, ekki sízt þeirra, sem kvæntir
eru. Ef heimilishættirnir eru of tilbreyt-
ingarlausir, verður heimilislífið leiðin-
legt, það örvar ekki framtakssemina,
heldur lamar hana. Menn þarfnast
frekar tilbreytingar í starfi en algerrar
hvíldar eða iðjuleysis. Það er hyggi-
legt, að bregða út af ýmsum háttum
sínum við og við, svo að þeir verði
ekki að dauðum vana. Það er t. d. hollt
að fara stundum fyrr á fætur en venju-
lega, þótt þess gerist engin þörf starfs-
ins vegna. Margir munu kannast við,
að þvílík nýbreytni, þótt smávægileg
þyki, er hrein unun. Einn slíkur morg-
unn getur auðgað manninn meira en
hundrað aðrir, sem hann hefur eytt á