Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 30

Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 30
164 HELGAFELL veir um daginn og færð svo þung, að hann varð að kafa klofsnjó mest af leiðinni byggða milli. Var hann orðinn þreyttur mjög, er hann kom að Sunnudal í Vopnafirði, eftir langa mæðu. Síðla hausts gekk hann eitt sinn frá Siglufirði til Reykjavíkur, en lítið kvaðst hann hafa séð af landinu á þeirri ferð, því megin hluta leiðarinnar hefði hann farið í myrkri. Á ferðum sínum athugaði hann jarðmyndanir, jurtagróður og fuglalíf. Aflaði hann sér á þennan hátt svo mikillar þekkingar á landinu og gróður- ríki þess, að þar munu tæpast hafa staðið honum á sporði aðrir en fær- ustu fræðimenn. V. Það kom snemma í ljós, að Magnús hafði fengið í vöggugjöf ríka hneigð til kveðskapar. En að sjálfsögðu hefur það, hve rímnakveðskapur var mikið hafður um hönd á Þorvaldsstöðum, ýtt undir, hversu snemma hann byrjaði að yrkja. Kvöldvökunum á Þorvaldsstöðum lýsir Magnús á þessa lund: ,,Frá vetrarnóttum til sumarmála voru sögur lesnar eða rímur kveðnar á hverju kvöldi, í tvo klukkutíma, frá klukkan 7 til 9. Síðan var kvöldmatur- inn, þá lesinn húslesturinn með sálmasöng fyrir og eftir, og síðan háttað. Frá því ég var 4 til 7 eða 8 ára var heimilisfastur góður kvæðamaður, og hefur þá rímnakveðskapurinn verið öllu tíðari en sögulesturinn. Mér þótti rímnakveðskapurinn snemma góð skemmtun, og hafði mikinn áhuga fyrir þeirri grein. Því var það einu sinni, er mamma var að láta mig lesa faðir- vorið eftir húslesturinn, að ég sagði í staðinn fyrir amenið eftir signinguna: Nú vildi ég, að Ulfarsrímur væri komnar. — Það var einhvern tíma, er ég var á 6. eða 7. ári, að kona úr nágrenninu var næturgestur hjá okkur. Það kvöld voru rímur kveðnar. Er hún sá, að ég sat hreyfingarlaus allan tím- ann, flötum beinum á pallinum, og góndi upp í kvæðamanninn, spurði hún mömmu: „Skilur hann þetta ?“ Þetta þótti mér heimskuleg spurning og stór-móðgandi, því ég vissi ekki betur, en að ég skildi rímur til fulls, eða að minnsta kosti eins vel og hver annar. En að ég horfði fast á kvæðamann- inn, var með fram vegna þess, að hann hafði þann sið að láta neðri skoltinn ganga ótt og títt til hliðanna, til þess að fá dill á lotuna eða seiminn í erindis- lok, og það þótti mér kostuleg skemmtun að sjá, hvernig skeggið hristist. Hinir karlmennirnir á heimilinu jöfnuðust ekki á við þennan kvæðamann. Hann var kvæðamaður af guðs náð. En þeir voru bara eins og fólk er flest. Og þegar hann fór var lítið kveðið á kvöldvökum. En hitt var daglegt, að menn rauluðu við vinnu sína, bæði úti og inni. Mér virtist hver hafa sitt kvæðalag og ekki læra eða nota nokkurn tíma annarra lag. Svo leit út sem hver og einn byggi sér til kvæðalag, líklega ósjálfrátt, og því hélt hann síðan. Það nægði honum, og hefur eflaust verið eðlilegur ávöxtur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.