Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 81
DRAUMUR TIL KAUPS
211
kunnáttuleysi hans í að tala ensku,
þótt hann geti lesið hana. Vonbrigði
hennar gera hana geðstirða á ný, kvart-
anir hennar verða að beiskum ásökun-
um, öll vizka hans er þá gagnslaus,
þegar til á að taka. En honum tekst
að bjarga heiðri sínum: Hann getur
kennt byrjendum ensku. Hún fellst á
það sem neyðarúrbót, útvegar honum
tvo kvennemendur og ákveður sjálf
kennslugjaldið.
En þessir tímar krefjast sérstakrar
hæfni hjá þeim, sem vilja draga gull-
fiskinn úr djúpi þeirra. Hann á ekki
þessa hæfni til, er of forneskjulegur,
getur ekki kennt þessum stúlkum, sem
vilja ráða því, hvað þær kaupa. Þær
hlusta ekki á útskýringar hans á óá-
kveðnum greini, en heimta að fá að
vita, hverju þær eigi að svara, þegar
þær séu ávarpaðar: Da-rling! Kenn-
arinn fer hjá sér og fullyrðir, að eng-
inn Englendingur ávarpi stúlku þann-
ig við fyrstu sýn. En þær vita betur,
refjast um að borga fyrstu kennslu-
stundina og koma aldrei aftur. Tilraun
með aðra nemendur tekst lítið betur,
fyrirtækinu er hætt.
Stóra frúin er kvalin af óþolinmæði,
hamslaus af vanmáttugri bræði. Alls
staðar örlar á tækifærum til auðssöfn-
unar, en þau líða hjá, hvað mann
hennar snertir, út í tómið. Sjálf er hún
farin að sauma vasaklúta með enskum
áletrunum handa hermönnunum, sem
hafa lítið annað að gera en leita uppi
slíka minjagripi og senda heim til sín
þessi sýnishorn af þjóðlegum, íslenzk-
um heimilisiðnaði. Listaskrifarinn lít-
ur með hryllingi á klunnalega stafina á
þessum ósmekklegu sneplum, en hún
hamast við verkið, meðan hugur henn-
ar fálmar stirðlega en sótthitakenndur
eftir stærri viðfangsefnum. Öfund og
ágirnd gera líf þessarar dagfarsgóðu
konu galli blandið, hún tekur að ger-
ast miskunnarlaus við mann sinn,
heimtar, að hann fari í grjótvinnu til
Bretanna ellegar spreyti gáfur sínar á
einhverju gróðabralli.
Fram að þessu hefur hann lagt trún-
að á hinar vondu fréttir hennar, verið
henni auðsveipur og reynt að gera sitt
til að verja heimilið hruni. En nú fer
eitthvert þvermóðskusæði að skjóta
frjóöngum í sál þessa friðsama spek-
ings. Hann telur kröfur hennar á-
stæðulausar, sprottnar af rangri hugs-
un, kveður það ósæmilegt að lifa á
hvalrekum, hver maður á sér ævistarf,
sem hann á ekki einungis að lifa af
heldur og fyrir. Honum dettur ekki í
hug að víta það, þótt fólk grípi atvinnu
feginshendi eða geri kaupkröfur vegna
dýrtíðar, en ástríðu hennar til gróða-
bralls flokkar hann undir siðferðis-
veilu, sem hún verði að sigrast á. —
Þessar röksemdir róa ekki skap henn-
ar, sannfæra hana ekki, heldur móðga,
hugarstríð hennar eykst, hún reynir að
beita áhrifum sínum utan heimilisins
máli sínu til framdráttar.
En hann hættir að hafa áhyggjur út
af öðru en því raski, sem þessi styrj-
öld og þetta hernám hafa á venjur
hans. Honum finnst þessi litla borg
sífellt vera að minnka. Slík rangfærsla