Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 16
150
HELGAFELL
kemur nærri, og lætur sér þó ekkert
óviðkomandi. Vissulega mun Þýzka
ríkið verSa Evrópa á sama hátt og hiS
menntaSa Þýzkaland hefur jafnan ver-
iS Evrópa, en Evrópa mun ekki verSa
Þýzkaland, eins og spámaSurinn Ad-
ólf hyggur. HugtakiS ,,Evrópa“ er
orSiS úrelt á vorum dögum. Hugsjón-
in um konungsríki á jörSinni, Mann-
ríkið, er komin í heiminn og mun ekki
láta staðar numið fyrr en hún hefur
íklæðzt veruleika.
Slík konungshugsjón verður ekki að
veruleika jafnskjótt og þessu stríði er
lokið — ekki um langa stund. Vér
megum ekki láta okkur detta í hug,
að strax verði hægt að stofna himna-
ríki á jörðinni, þó að Hitlerisminn
verði aS velli lagður. En ýkjulaust mál
er það, að telja hina alþjóðlegu borg-
arastyrjöld, sem nú geysar, áfanga á
leiðinni til sameiningar og opinberun
hennar, að styrjöldin sé að skapa öld
sameiginlegrar ábyrgðar og veita hug-
myndum mannanna í einn og sama
farveg, þrátt fyrir hin hörðustu átök.
II.
Þegar ég hafði dvaliS skamma
stund í þessu landi og flutt fyrirlestra
í Princetonháskólanum, átti ég tal um
stjómmálaástandið, við virðulegan
amerískan vísindamann, prófessor við
háskólann. Hann sagði við mig:
„FramtíS heimsins hvílir á tveimur
stoðum: Ameríku og Rússlandi .
Mér er í minni, hve mikið mér þótti
koma til þessara ummæla, sem virt-
ust staðfesta hvorttveggja, þróun Ame-
ríku og byltingu Rússlands, og mér
verður oft hugsað til þeirra um þess-
ar mundir. Sameiginleg barátta Rúss-
lands og hinna engilsaxnesku þjóða
gegn fjendum frelsis og mannlegs vel-
sæmis er aðeins játning þýðingarmeiri
sannleika, sem að baki býr: að sósíal-
ismi og lýðræði eru ekki lengur tveir
kostir, sem velja verður um. Heimur-
inn á nú orðið allt sitt traust í því, að
sósíalismi og lýðræði fái sameinazt og
samlagast, að vestrænt lýðræði kasti
ellibelgnum og taki félagslegum um-
bótum, en austræna sameignarstefnan
vaxi að mannúð og snúist á sveif með
lýðræðinu og taki að meta að verðugu
réttindi og verðmæti einstaklingsins.
Ég hygg, að hið fyrrnefnda sé komið
á góðan rekspöl í Englandi og Banda-
ríkjunum, og hið síðarnefnda ekki ó-
hugsandi, en hvorttveggja getur eflst
af ytri stjórnmálaháttum.
Ekki verSur hjá því komizt, að ósk-
irnar móti hugsanir vorar, framtíðar-
fyrirætlanir og framtíðarsýnir. Vér
eigum oss óskir og vonir, og vér reyn-
um að leita uppi þau fyrirbrigði þró-
unarinnar, sem vænlegust eru vonum
vorum og óskum. Sumir segja, að
hugsun, sem á rót sína að rekja til
óska, sé hættuleg, því að hún geri að-
eins ráð fyrir hagstæðustu möguleik-
um, en skeyti ekki um erfiðleikana.
En hvað væri maðurinn, ef hugsun
hans væri ekki óskum blandin ? HvaS
væri hann, ef hann tryði ekki á mátt
sinn til þess að marka framtíðina von-
um sínum og óskum og sveigja hana
undir vilja sinn, um sumt, að minnsta
kosti ? Sagan er, þegar öllu er á botn-
inn hvolft, ekki sjálfvirk þróun. Menn-
irnir skapa hana, ástríður mannanna
orka á hana, og þeir, sem telja óskir
mannanna og vilja án áhrifa um
framþróun sögunnar, afneita mannleg-
um anda. En þegar óskir og vilji ger-
ast neikvæð, stappar slíkt nærri af-
neitun mannsandans, og lítiS fær á-
unnizt með því einu aS hrópa: NiSur
með Hitler. Satt er það, að allt —
undantekningarlaust allt — er betra