Helgafell - 01.06.1942, Síða 16

Helgafell - 01.06.1942, Síða 16
150 HELGAFELL kemur nærri, og lætur sér þó ekkert óviðkomandi. Vissulega mun Þýzka ríkið verSa Evrópa á sama hátt og hiS menntaSa Þýzkaland hefur jafnan ver- iS Evrópa, en Evrópa mun ekki verSa Þýzkaland, eins og spámaSurinn Ad- ólf hyggur. HugtakiS ,,Evrópa“ er orSiS úrelt á vorum dögum. Hugsjón- in um konungsríki á jörSinni, Mann- ríkið, er komin í heiminn og mun ekki láta staðar numið fyrr en hún hefur íklæðzt veruleika. Slík konungshugsjón verður ekki að veruleika jafnskjótt og þessu stríði er lokið — ekki um langa stund. Vér megum ekki láta okkur detta í hug, að strax verði hægt að stofna himna- ríki á jörðinni, þó að Hitlerisminn verði aS velli lagður. En ýkjulaust mál er það, að telja hina alþjóðlegu borg- arastyrjöld, sem nú geysar, áfanga á leiðinni til sameiningar og opinberun hennar, að styrjöldin sé að skapa öld sameiginlegrar ábyrgðar og veita hug- myndum mannanna í einn og sama farveg, þrátt fyrir hin hörðustu átök. II. Þegar ég hafði dvaliS skamma stund í þessu landi og flutt fyrirlestra í Princetonháskólanum, átti ég tal um stjómmálaástandið, við virðulegan amerískan vísindamann, prófessor við háskólann. Hann sagði við mig: „FramtíS heimsins hvílir á tveimur stoðum: Ameríku og Rússlandi . Mér er í minni, hve mikið mér þótti koma til þessara ummæla, sem virt- ust staðfesta hvorttveggja, þróun Ame- ríku og byltingu Rússlands, og mér verður oft hugsað til þeirra um þess- ar mundir. Sameiginleg barátta Rúss- lands og hinna engilsaxnesku þjóða gegn fjendum frelsis og mannlegs vel- sæmis er aðeins játning þýðingarmeiri sannleika, sem að baki býr: að sósíal- ismi og lýðræði eru ekki lengur tveir kostir, sem velja verður um. Heimur- inn á nú orðið allt sitt traust í því, að sósíalismi og lýðræði fái sameinazt og samlagast, að vestrænt lýðræði kasti ellibelgnum og taki félagslegum um- bótum, en austræna sameignarstefnan vaxi að mannúð og snúist á sveif með lýðræðinu og taki að meta að verðugu réttindi og verðmæti einstaklingsins. Ég hygg, að hið fyrrnefnda sé komið á góðan rekspöl í Englandi og Banda- ríkjunum, og hið síðarnefnda ekki ó- hugsandi, en hvorttveggja getur eflst af ytri stjórnmálaháttum. Ekki verSur hjá því komizt, að ósk- irnar móti hugsanir vorar, framtíðar- fyrirætlanir og framtíðarsýnir. Vér eigum oss óskir og vonir, og vér reyn- um að leita uppi þau fyrirbrigði þró- unarinnar, sem vænlegust eru vonum vorum og óskum. Sumir segja, að hugsun, sem á rót sína að rekja til óska, sé hættuleg, því að hún geri að- eins ráð fyrir hagstæðustu möguleik- um, en skeyti ekki um erfiðleikana. En hvað væri maðurinn, ef hugsun hans væri ekki óskum blandin ? HvaS væri hann, ef hann tryði ekki á mátt sinn til þess að marka framtíðina von- um sínum og óskum og sveigja hana undir vilja sinn, um sumt, að minnsta kosti ? Sagan er, þegar öllu er á botn- inn hvolft, ekki sjálfvirk þróun. Menn- irnir skapa hana, ástríður mannanna orka á hana, og þeir, sem telja óskir mannanna og vilja án áhrifa um framþróun sögunnar, afneita mannleg- um anda. En þegar óskir og vilji ger- ast neikvæð, stappar slíkt nærri af- neitun mannsandans, og lítiS fær á- unnizt með því einu aS hrópa: NiSur með Hitler. Satt er það, að allt — undantekningarlaust allt — er betra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.