Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 61
ÁVANI OG OFREGLA
195
ýmsum öðrum hugsunarvenjum en
pólitískum, svo að það leiði til þröng-
sýni og þroskastöðvunar. — Þeir, sem
vanir eru að lesa eingöngu skáldskap
og fagurmenntir, aettu að taka upp
þann sið, að lesa við og við fræðibæk-
ur j ýmsum greinum. Sama máli gegn-
ir um fræðimenn. Þeim er óhyggilegt
að einskorða lestur sinn við fræðigrein
sína eða sérsvið sitt. Einhæfur lestur
er alltaf varhugaverður, hann skorðar
manninn í sömu hugsunarvenjunum,
en fjölbreyttur lestur víkkar áhugasvið
mannsins, fær hann til að skilja, að
margt er jafnmikilsvert og það, sem
hann sjálfur starfar að eða er mest
hneigður fyrir. Hafið því tómstunda-
lestur ykkar sem allra fjölbreyttastan.
* * *
Ef rúm leyfði, mætti minnast á ýms-
ar fleiri almennar varúðarreglur, sem
hygginn maður verður að fylgja að ein-
hverju leyti til að forðast fjötra van-
ans. Allir geta komið einhverjum
þeirra við, og þótt þær sýnist smá-
vægilegar í fljótu bragði, geta þær haft
mikla þýðingu fyrir persónuþroskann.
ÖH nýbreytni í daglegum háttum varn-
ar því, að við verðum vanavélar og of-
reglumenn. Það er óhjákvæmilegt og
gott, að vissu marki, að hafa tamið sér
fastar venjur, og þá auðvitað þær, sem
yfirleitt mega teljast góðar og gagn-
legar. En jafnvel ýmsar góðar venjur
geta orðið þroskatálmi, þegar til lengd-
ar lætur, eins og ég hef leitazt við að
sýna fram á.
Stmon Jóh. Ágústsson.
HELZTU HEIMILDIR:
H. L. Hollingworth: Mental Growth and Decline, 1927.
W. James: Principles of Psychology, 1890.
W. H. Mihesell: Mental Hygiene, 1939.
B. L. Thomdi\e: Adult Learning, 1928.
/. B. Watson: Psychology from theStandpoint of a Behaviorist, 3id. ed.
1929.