Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 85
Árni Jónsson frá Múla:
Nokkur
Gunnar
Þegar glataði sonurinn sneri aftur
til föðurhúsanna var slátrað alikálfi og
slegið upp mikilli veizlu. Þegar Gunn-
ar Gunnarsson fluttist alfari til íslands
eftir rúmlega 30 ára útivist, var ekkert
Gunnar Gunnarsson
tilstand. Það var heldur enginn ,,glat-
aður sonur**, sem nú var að skila sér.
í raun og veru hafði Gunnar aldrei að
heiman farið. Þótt hann dveldi fjar-
vistum fór hugurinn aldrei út fyrir
landsteinana. Hann hlaut mikla frægð
og kynntist stórmenni margra þjóða.
En nánustu félagar hans voru æsku-
vinir hans af Austurlandi, Vopnfirð-
ingar og HéraSsmenn. Þegar hann sat
orð um
Gunnarsson
við skrifborð sitt í Danmörku, var hann
oftast að rabba við þetta fólk. Hann
unni því, skildi það og var enn með
því. Allt, sem hann hafði eftir þessu
fólki, færði hann á betra veg.
Mér er enn í minni, þegar fundum
okkar Gunnars Gunnarssonar bar
fyrst saman. Það var vorið 1918. —
Gunnar var þá í heimsókn hjá föður
sínum, Gunnari hreppstjóra á Ljóts-
stöðum í Vopnafirði. — Hann hafði
skroppið um kvöldið ,,oná Tanga“ til
að heilsa upp á gamlan vin sinn, Ing-
ólf lækni Gíslason. Eins og vera bar,
bauð læknirinn faktornum á staðnum
heim til sín til að kynnast skáldinu.
ViS sátum þarna þrír, bjarta vornótt-
ina, yfir einhverri glætuúr ..apóteksins
geymsluklefa". ÞaS fór allt vel fram,
enda eru þeir báðir mestu hófsmenn,
Ingólfur og Gunnar.
En ég lærði dálítið þessa nótt. Ég
held, að almenningur hér á landi geri
sér til þessa dags býsna fráleitar hug-
myndir um líf listamanna. I augum
margra eru listamenn eins konar ,,fugl-
ar himinsins", láta hverjum degi
nægja sín þjáning, brjóta af sér fjötra
borgaralegs samfélags, hafa enda-
skipti á nótt og degi, slæpast flestum
stundum — yfirleitt heldur kæringar-
lítil drabbaramenni, sem ekki vilja
hafa mikið fyrir lífinu, en bíða þess
aðgerðarlausir, að andinn komi yfir
þá. Ó, já, þetta er víst það, sem al-
mennt er kallað „listamannseðli". En