Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 75
TVÆR MYNDIR
205
menntamönnum og urÖu mjög vinsæl meðal almennings, þótt þau séu nú
minna metin en áður voru. Enginn getur um það sagt, hversu mikið í hon-
um hefur búið eða úr honum hefði getað orðið, ef hann hefði notið hæfi-
leika sinna til hlítar og náð fullum þroska. Þessar tvær myndir eru ekki
annað en spurningarmerki. Hvað hefði orðið úr Leo Tolstoj í kjörum
Kristjáns ?
Þegar ég gaf út íslenzka lestrarbók fyrir mörgum árum, minntist ég laus-
lega á, að Benedikt Gröndal hefði haft ill áhrif á smekk Kristjáns og stíl,
og þykktust ýmsir menn við þetta, sumir vegna Gröndals og sumir fyrir
hönd Kristjáns.
Ur því að ég fór að skrifa þessar línur, þykir mér rétt að nota tækifærið
til þess að tilfæra fáeinar klausur, sem Gröndal skrifaði um Kristján í IV.
ár Gefnar, 1873. Þær eru úr grein, sem heitir „íslenzkar bækur og blöð“,
og býst ég við, að fáir lesendur Helgafells séu henni nákunnugir.
„Kvæðið ,,Helhríð“ líkist kvæðasniði Kristjáns Jónssonar, fullt af stór-
yrðum og hræðilegum spennlngsskap, svo allt verður svo fjarskalegt, að
skáldskapurinn er eins og skæðadrífa, sem er ógurleg í lofti að sjá, en
verður að engu, þegar niður kemur“ (37. bls.).
„Lökust (þ. e. í 2. útg. Snótar) eru samt kvæði Kristjáns Jónssonar, sem
vér drápum á að framan, og höfum vér þar tekið fram og lýst þeim skáld-
skaparanda, þar sem orðaglamrið ber hugmyndimar alveg ofurliði, þó svo
líti út sem mörgum heima hafi þótt ekki alllítið til þessa koma, og er það
skekkja í tilfinningunum og rangur skáldskaparsmekkur“ (42. bls.).
,,Hvað kvæðunum sjálfum (þ. e. Ljóðmælum Kristjáns) viðvíkur, þá
hljótum vér nú að taka það aftur, sem vér sögðum hér að framan um skáld-
skap Kristjáns; vér þekktum hann þá, þegar það var ritað, einungis af
kvæðunum í Snót“ (43. bls.).
,,Á flestum kvæðum Kristjáns í Snót sést augljóslega, að hann hefur
þekkt ,,öfgar“ Gröndals, og ekki sízt á því kvæði, er nefnist Dettifoss, því
það er beinlínis eftirhljómur eða bergmál af kvæðinu um halastjörnuna 1858,
sem að höfundinum fornspurðum var prentað bæði í Nýjum Félagsritum og í
Þjóðólfi og þótti allviðunanlegt kvæði þeim, sem ekki brigzluðu höfundi
þess um eintómar öfgar“ (43.—44. bls.).
Gröndal hrósar útgefanda kvæða Kristjáns, Jóni Olafssyni, fyrir verk
hans, en finnst hann gera of mikið úr Kristjáni að setja hann ,,hærra í röðina
en Jónas Hallgrímsson“ (þeim dómi sleppti J. Ö. úr ritgerð sinni í 2. útg.).
-----,,Svo vér nú sýnum útgefandanum svart á hvítu, hversu ófullkomin
sum kvæðin eru, skulum vér taka til dæmis kvæðið um dauða Þormóðar
Kolbrúnarskálds, sem kveðið er í alkristnum sálmatón, en þó með samsætis-
söngva-lagi. Þó Þormóður væri kristinn að nafninu til, þá var hann alheið-
inn í anda.------Enginn maður með hreinum og verulegum skáldasmekk