Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 119
heitir nýjasta bókin, og sú, er mesta athygli vekur
Höfundur bókarinnar, ítalskur maður, að nafni Amleto
Vespa, hefur dvalizt í Austurlöndum fjölda mörg ár, og kynnzt
af eigin raun hugsunarhætti Japana og þeirra þjóða, sem þeir eru
nú, og hafa um mörg undanfarin ár verið að leggja undir sig.
í bókinni lýsir Amleto Vespa þeim aðferðum, sem Japanar
nota, hvernig þeir með slægð, undirferli, svikum og pyndingum
mergsjúga og undiroka þjóðirnar. Engin meðul eru of slæm og
engar aðferðir óleyfilegar. Hroki japanska hersins er ótrúlegur
og grimmd hans er takmarkalaus.
Höfundur bókarinnar lýsir þessu með ótal dæmum og smá-
sögum, sem eru hver annarri ótrúlegri og hroðalegri, og þó hefur
bókin fengið meðmæli fjölda merkra manna, sem eru gagnkunn-
ugir högum manna í Austurálfu og háttum japanska hersins.
Lesið þessa bók, hún er fróðleg — og merkilegt heimildar-
rít — og þó svo spennandi aflestrar, að erfitt er að leggja hana
að draga lengi að kaupa bókina.
Fæst í öllum bókaverzlunum.
Ný Ijóðabók eftir Guðmund Friðjónsson
Guðmundur er svo kunnur alþjóð manna, að óþarft er að
mæla með bók hans. En þeir, sem eiga fyrri bækur Guðmundar,
ættu að athuga, að upplag bókarinnar er lítið, og því er ekki rétt
að draga það lengi á langinn.
Bókaverzlun Isafoldar