Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 51
LIFENDUR OG DAUÐIR
185
éta þetta ofan í þig aftur, helvízkur
lýsiskagginn.”
,,ÞaS sem ég hef sagt, það hef
ég sagt,“ gegndi Ijósamaðurinn ein-
beittur. ,,Viltu sjá ?“ Hann benti á
skálmina sína hryggur bæði og reiÖ-
ur, en annars stilltur vel.
Þorbjörn stökk í loft upp, eða því
sem næst, og stóð í næstu andrá
frammi fyrir Sæmundi. Svörtu augun
hans skinu eins og hnífsoddar í hálf-
rökkri, og hann otaÖi þeim.
,,Éttu það ofan í þig aftur, eða
ég —“ hótaSi hann og hóf hnefa á
loft, grjótharðan og blakkan.
,,Nei. En ég skal þó viðurkenna, að
hundurinn er eigandanum skárri,“
hrópaði Sæmundur reiðubúinn til þess
að þola á ný meiðingar af hendi hins
spánska ofstækis, já, láta myrða sig,
ef í það færi.
Þorbjörn sveiflaSi hnefanum, sló.
ÞaS var mikið högg og hitti Sæmund
á vinstri kjálka. Hann riÖaSi við, og
féll, en hann reis óðar á fætur aftur,
og nú stóð hann yzt út á bryggjubrún-
inni.
,,Þarna sérðu hvað það kostar að
ærumeiða mig og minn hund, slorpok-
inn þinn og ódámurinn,“ hvæsti Þor-
björn. ,,Viltu éta það ofan í þig nú ?“
Undarlegri hugsun laust niður í sál
Sæmundar, fífldjarfri hugsun og
lúmskri þó, allt að því stórbrotinni, og
hann fékk henni stjórnvölinn:
,,Þiö eruð báðir tveir svartur blett-
ur á þessu byggðarlagi, og væri þörf
á að þurrka hann út,“ æpti hann há-
stöfum. ,,Og sláðu aftur, ef þú þorir.“
í annað sinn sveiflaÖi hinn góði
hirðir blökkum hnefa sínum og sló,
og í annað sinn hitti höggið föður ljós-
anna með þeim árangri, að hann
missti jafnvægiS, en nú kom hann
ekki niður á hina traustu viði bryggj-
unnar, heldur utan við þá. Hann
steyptist í sjóinn.
Nokkur andartök stóðu þeir hvor við
annars hliS, þeir Þorbjörn og Frankó,
og horfðu á eftir Sæmundi, hvernig
hann kafaði blágræn djúpin og dró
með sér mjallhvítan vönd brestandi
loftbólna, hvernig hann náði að lok-
um til botnsins, sneri þar við, og kom
til baka, hvernig hann rak blautan
hausinn upp úr og blés frá sér sjón-
um, eins og Grænlands-sléttbakur, og
hvernig hann að síðustu greip til
sundsins og gerði sig líklegan til land-
göngu skammt innan við bryggjuna.
Þá sneri Þorbjörn á brott og yfirgaf
þennan stað, gekk til fjalls með hund-
inn.
Rétt seinna var barið að dyrum
hjá sóknarnefndarformanninum, sem
einnig var formaður sáttanefndar.
Var þar kominn Sæmundur Gríms-
son, saltdrifin hetja stigin upp úr bár-
um, eins og kveðið hefur verið. En
að hann svipaðist hér um eftir sólfögr-
um meyjum, fífli í haga eða fjallstindi,
því fór mjög fjarri. Reiður var hann
nú, eins og Vingþór, hafði klögumál að
flytja, krafðist réttar síns. í annaÖ sinn