Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 15
SIGURINN EFTIR STRÍÐIÐ
149
Hvemig geta menn haldið áfram að
staðhaefa, að stjórnmál og listir séu
hvort öðru óháð ?
Það varð hlutskipti vorra tíma að
uppgötva einingu heimsins, samheild
alls, sem er mannlegrar ættar. Menn
hafa ekki aðeins komið auga á þessa
einingu sem sálfraeðilega staðreynd,
heldur einnig sem sögulega framþró-
un, sem samstillingu heimsaflanna,
þar sem framfarir í samgöngum, við-
skiptum og andlegum efnum haldast
í hendur og búa mannkyninu sömu
örlög. Heimurinn er ekki lengur jafn-
stór og hann var áður, og um allt leik-
sviðið er háð sama orustan — skoð-
anabarátta, trúarbragðastyrjöld, þar
sem alls staðar er stefnt að einu marki.
Til þessa hefur samdráttarvilji heims-
ins birzt í vopnaviðskiptum, í alþjóð-
legri borgarastyrjöld, sem villir mönn-
um sums staðar sýn, svo að þeir halda,
að hér sé um stríð milli þjóða að ræða.
En í rauninni eru vígstöðvarnar alls
staðar, fleyga sig gegnum allar þjóð-
ir og líkjast aðeins þjóðastríðum fyrri
tíma að ytra útliti.
Sú hugsun verður smám saman rík-
ari með mönnum, að þjóðarhugsjónin
sé ekki lengur drottnandi hugsjón
vorra tíma og muni tæpast verða fram-
tíðinni til mikilla nytja, að langt sé lið-
ið á öld þjóðríkja og þjóðmenningar,
og að þessi styrjöld, sem skiptir hug-
um manna fremur en þjóðum, eigi
drýgstan þátt í þeim aldahvörfum. Nú
er svo komið fyrir heiminum, að allir
forvígismenn þýzkra bókmennta, sem
nokkuð kveður að, dveljast í Amer-
íku. Þar eru einnig allir helztu eðlis-
fræðingar og sagnfræðingar ítala og
allir fremstu fulltrúar tónlistar Evrópu.
Víðs vegar um heim berast synir sömu
þjóðar á banaspjót, svo sem Frjálsir-
Frakkar, er börðust gegn hersveitum
Dentz hershöfðingja — og var þetta
þó sýnilega aðeins upphafið. Utlegðin
er ekki lengur, eins og fyrrum, leit að
stundargriðum erlendis, þar sem menn
biðu heimfararinnar með óþreyju og
árvekni. Vér bíðum ekki heimfarar,
vér erum fyrir löngu horfnir frá þeirri
hugsun. Vér bíðum framtíðarinnar —
og framtíðin er fólgin í hinni nýju hug-
sjón um heimssamfélag, þar sem tak-
mörk verða sett fyrir fullveldi og sjálf-
ræði þjóðanna. Útlegð vor, fulltrúa ó-
líkustu menningarþjóða, er aðeins
undanfari þess ríkis, sem koma skal.
Virðum fyrir oss þýzka ríkið: Það
ryður sameiningu heimsins braut gegn
eigin vilja. Það er haldið þeirri glap-
sýn, að takmark ,,hamfaranna“ sé að
vinna hinum þýzka kynstofni heims-
yfirráð. Þýzka ríkið er að losna úr
reipunum — hvað annað gæti siglt í
kjölfar takmarkalausrar útþenslu,
sem það keppir að í blindu æði ?
Ráðamenn þess halda, að þeir fái af-
stýrt ,,limafallinu“, er þeir óttast að
ósigri loknum — eyðingu þýzka ríkis-
ins. Og ríki Bismarcks, sem komst á
laggirnar fyrir velviljað hlutleysi Eng-
lands, er jafnvel horfið úr sögunni.
Maðurinn, sem þykist Bismarck
fremri, hefur með afrekum vélbúins
hers teygt Þýzkaland um allar jarðir,
og þessa stundina veit enginn, hvar
landmörk þess eru. Að hætti hálf-
menntaðs manns spáir Hitler því, að
Þýzkaland muni verða öll Evrópa eða
alls ekki neitt. Á þennan hátt auðvirð-
ir hann sameiningarhugmynd fram-
tíðarinnar, brjálar hana og falsar með
gatslitnum þjóðrembingi, sem hann
reynir að dubba upp á með vesælustu
lörfum kynflokkakenningarinnar — á
sama hátt og nasjónalsósíalisminn,
þessi vanskapningur gamals tíma og
nýs, spillir öllu og saurgar, er hann