Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 77
Halldór Stefánsson:
V erðlaunasaga
Draumur til kaups
(Þáttur í mannkynssögustíl)
Teikningar eftir Eggert M. Laxdal
Laust eftir dagmál fimmtudaginn 4.
júní 1942, í glaðasólskini, má sjá mann
koma út úr mjólkurbúð með tvær
mjólkurflöskur og lítinn böggul og
skjótast inn um bakhliðarglugga á
litlu, einlyftu timburhúsi við eina af
hinum fjölfarnari götum Reykjavíkur-
borgar.
Maðurinn er lítt athyglisverður ann-
ríkum vegfarendum, lágvaxinn, grann-
gerður allur, næstum horaður, og kom-
inn af léttasta aldursskeiði. Framar-
lega á kubbslegu nefi sitja gleraugu
með nýsilfursspöngum, vöfðum ullar-
hnoðrum til endanna, yfir þau horfa
dreymin, nærsýn augu. Þunnt, ígrátt
vararskegg lafir niður með munnvikj-
unum ofan á fremur mjóa, en drátt-
hreina höku. Fyrirferðarlítill og ófróð-
legur maður. En háttalag hans, að
skjótast á sólósa júnímorgni inn um
glugga, eins og þjófur á náttarþeli,
vekur undrun margra, og ýmsa kann
að gruna, að undir þessum duttlung-
um roskins manns hyljist einkennileg
örlög, einkum ef þeir vita, að það er
húseigandinn sjálfur, sem um nærfellt
heils árs skeið hefur ekki gengið öðru-
vísi um hús sitt, hefur sótt meginið af
viðurværi sínu, á sama tímabili, í
þessa mjólkurbúð og rekið sín fábrotnu
viðskipti gegnum þennan glugga.
En þegar þess er gætt, að það geis-
ar heimsstyrjöld, stórhrikalegasti á-
lagadans barna jarðarinnar, fer athæfi
mannsins að verða, ef ekki skiljan-
legra, þá minna blöskrunarvert, því að
jafnvel einstök hús geta sogazt inn í
hringiðu brjálæðisins, orðið að leik-
sviði, sem endurspeglar örlögsorta
heilla stórþjóða.
Styrjaldir og stjórnskipulagsbylting-
ar eru steypudagar mannkynsins. Á
slíkum augnablikum er því hlífðarlaust
varpað í deigluna, tegundargæði ein-
staklingsins skera úr því, hvort hann
kemur úr bráðinu sem ósvikinn málm-
ur eða telst til sorans. Þessi lítilmótlegi