Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 107
BÓKMENNTIR
237
um fræðum. Þessi fimm arka bæklingur lætur
ekki mikið yfir sér, en í honum er fólgið mikið
og merkilegt starf, efnið kannað til þrautar og
hugsað til hlítar, svo að ritið varpar nýju ljósi
á eitt helzta vandamál forníslenzkrar bók-
menntasögu og er þar að auki djúpsæ og and-
rík ritskýring á einhverju fullkomnasta lista-
verki íslenzkra bókmennta.
Hrafnkelssaga hefur til þessa verið talin með-
al áreiðanlegustu Islendingasagna um söguleg
sannindi, svo að ýmsir hafa jafnvel tekið hana
fram yfir Landnámu, þar sem á milli ber um
sömu frásagnir. Hefur sagan einnig verið önd-
vegisdæmi þess, hvílfkum þroska munnleg frá-
sagnarlist hafi náð hér á landi. Það var því
ekki ráðizt á garðinn, þar sem hann var lægst-
ur, þegar Sigurður Nordal tók að grafast fyr-
ir upptök Hrafnkelssögu. Það er víst, að þeg-
ar hann hóf þá rannsókn, hafði hann enga
oftrú á óhagganleik munnmæla og staðreynda-
gilda íslendingasagna. En allt um það munu
niðurstöður hans um þessa sögu hafa komið
honum á óvart, þvf að djörfustu bókfestufylgj-
endur hefði varla getað um þær dreymt. —
Hér er ekki rúm til að rekja í einstökum at-
riðum rannsóknarháttu hans og ályktanir. Sög-
una dæmir hann bæði eftir ytri og innri rök-
um: samanburði við aðrar heimildir og sér-
kennum þeim, er finna má með því að líta
á söguna eina saman. Hin ytri rök benda m. a.
til þess, að tvær af aðalpersónunum, er sagan
fær alls ekki án verið, þeir Þjóstarsynir, hafi
aldrei verið til, og uppgangur Hrafnkels og
ríki hans í Fljótsdal sé einber skáldskapur. Rit-
aðar heimildir virðist höfundur lítið hafa not-
að og engar um aðalviðburði sögunnar. En þar
sem hann aflar sér þaðan einhverra fanga,
svo sem úr Landnámu og Droplaugarsonasögu,
fer hann með það efni allt eftir eigin geðþótta,
án þess að hirða um sannfræði þess. Ornefni
ýmis á sögustöðunum bera heiti sumra per-
sónanna og hafa því hingað til þótt styðja
mjög söguleg sannindi Hrafnkelssögu, en Nor-
dal færir að því sterkar líkur, að mörg þessara
örnefna, sem á annað borð eru eldri en rit-
un sögunnar, muni ekki gerð eftir mönnum
þeim, er sagan fjallar um, heldur sé þessu öf-
ugt farið, að höfundur hafi skírt sumar per-
sonur 8Ínar eftir gömlum örnefnum til að auka
þeim tilvistarlíkur og gera söguna þannig senni-
legri og áhrifameiri. Það munu því fleiri en
Þjóstarsynir einir vera hugarfóstur höfundar.
Innri einkenni sögunnar sjálfrar hníga mjög
að sama ósi. Samsetning hennar og frásagn-
arbáttur bera öll einkenni sjálfráðs skáldskap-
ar; atburðir hnitaðir saman í órofa beild; aldrei
vitnað í mÍ8sagnir manna um söguefnið; eng-
ir útúrdúrar vegna fróðleiksefnis, er höf. ætti
erfitt með að finna stað í frásögn sinni; sam-
töl mörg og tiLvör manna oft löng, ólík því,
sem ætla má að geymzt hefði óbreytt í arf-
sögnum. En mest kemur til mannlýsinga sög-
unnar. Þær eru gerðar af manni, sem hefur
mikla lífsreynslu, djúptæka mannþekkingu, fá-
gæta glöggskyggni og föst listatök á efni sínu.
Þar er að verki skapandi listamaður, óvenju-
legt skáld.
Helztu niðurstöður Nordals um söguna eru
í stuttu máli þær, að höfuðviðburðirnir, er hún
hermir frá, hafi aldrei gerzt, og sumar per-
sónur hennar hafi aldrei verið til. Sagan beri
þess engin merki að vera runnin af munnmæl-
um, heldur sé hún verk eins höfundar, sem
hafi alls ekki ætlað sér að segja sanna sögu,
heldur að semja skáldrit.
Auðvitað má ekki nota þessar niðurstöður um
Hrafnkelssögu sem algildan dóm um aðrar Is-
lendingasögur, enda tekur Nordal það skýrt
fram, þar eð hann telur sögurnar einmitt sund-
urleitari og bera persónulegri höfundarsérkenni
en menn hafa hingað til fengið augu á fest.
Það verður því að kanna hverja sögu sérstak-
lega. En hér er fengið fullkomið fordæmi þeirra
rannsókna, og um leið hefur bókfestukenning-
unni bætzt f undirstöður sínar traustasti steinn-
inn, sem þar hefur verið lagður.
En rit þetta á ekki aðeins erindi til fræði-
manna í forníslenzkri bókmenntasögu og áhuga-
manna um upptök Islendingasagna. Það er einn-
ig hinn mesti fengur þeim mönnum, er temja
vilja sér lestur fagurra bókmennta svo, að þeir
hafi af honum sem fullkomnast yndi og sem
dýpsta nautn, auðgist sjálfir og vaxi sem mest
af viðkynningu sinni við listaverkið. Takið ykk-
ur í hönd Hrafnkelssögu, sem að hyggju Nor-
dals er, „þegar á allt er litið, ein hin fullkomn-
asta stutta bóksaga (short novel), sem til er í
heimsbókmenntunum". Lesið hana með gaum-
gæfni nokkrum sinnum (hún er aðeins 1000
línur að lengd); hugleiðið hvern þátt sögunnar
sérstaklega, atílinn, einkenni hans, ágæti hans
og veilur, bygginguna, hverjum listatökum sé
við hana beitt og hvort þar sé nokkra brota-
löm að finna, en gerið ykkur einkum grein
fyrir mannlýsingunum, eðliseinkennum persón-
anna og skapgerðarþróun og hverjum brögð-
um höfundur beitir við lýsingu þeirra. Sérhver
vex mest á þv! að hugsa um söguna sjálfur,