Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 45
V erðlaunasaga
Guðmundur Daníelsson:
Lifendur og dauðir
Teikningar eftir Eggert M. Laxdal
I.
Sagan hefst á ofurlítilli átthagalýs-
ingu eftir hann Jón litla, sem fermdist
í vor:
Sveitin mín heitir VíðifjörSur, og
sumir, sem aldrei hafa komið hér, en
sigla fram hjá mynni fjarðarins, hlæja
þegar þeir sjá, hvað hann er mjór. Þeir
vita nefnilega ekki, að hann dregur
nafn sitt af víðikjarrinu, sem vex hér
um allar hlíðar.
Þá er það þorpið. ÞaS heitir Sand-
eyri og var upphaflega bara einn bær.
Síðan byrjaði fólkið að koma, fyrst
tómir karlmenn, því þeir ætluðu sér
ekki annað en róa héðan yfir vertíð-
ina, og þeir bjuggu í sjóbúðum og
höfðu mat í skrínum. En svo hættu
sumir við aS fara aftur heim til sín,
eða þeir hafa kannske hvergi átt
heima, og náðu sér í kvenfólk og fóru
að búa með því í sjóbúðunum. SíSan
hafa alltaf verið hér mörg börn og
margt fullorSiS fólk, og nú er hér fjög-
ur hundruS eða fleira. ÞaS eru líka
fáeinir bæir í sveitinni, inn með firð-
inum og út í Dal. Þar býr presturinn,
og þar stendur gamla kirkjan. En nú
er ekki messað í henni nema á annan
í jólum og föstudaginn langa, — og
svo alltaf þegar jarðað er, því þaS er
ekki enn kominn kirkjugarður kring-
um nýju kirkjuna hér á Sandeyri. Aft-
ur á móti er stór bryggja og bráðum
búið með brimbrjótinn líka, og þá ætti
Esjan og SúSin og geta lagzt hér upp
að, þó sumir segi, að það sé lygi og
allt sé vitlaust reiknað út.
SíSast vil ég svo fara fáeinum orð-
um um landslagið. Fjöllin eru afar há
og sums staðar ófærur í þeim, og sól-
in sést ekki í þrjá mánuði fyrir honum
Skuggavaldi, og það þarf að fara fyrir
endann á honum til þess að komast
út í Dal. ÞaS er mikill galli, finnst
mér, og vont að bera líkkisturnar eft-
ir fjörunni, þegar ófærð er á veturna
og ekki hægt að fara á sjó vegna
brims. Á vorin hrynur grjót úr berg-
inu og fyllir götuslóðann. Þess vegna
er óvíst, að nokkurn tíma verði hægt
að leggja veg. Og nú er stíllinn bú-
inn.
II.
Fyrir fáeinum árum braut lítið flutn-
ingaskip nálægt mynni VíSifjarSar.
Varð mannbjörg og lítil sem engin
sorg út af þeim atburði, enda útlend-
ur dallurinn og áhöfnin öll, utan ann-
ar vélamaður. Annar vélamaSur var
íslendingurinn Sæmundur Grfmsson,