Helgafell - 01.06.1942, Page 45

Helgafell - 01.06.1942, Page 45
V erðlaunasaga Guðmundur Daníelsson: Lifendur og dauðir Teikningar eftir Eggert M. Laxdal I. Sagan hefst á ofurlítilli átthagalýs- ingu eftir hann Jón litla, sem fermdist í vor: Sveitin mín heitir VíðifjörSur, og sumir, sem aldrei hafa komið hér, en sigla fram hjá mynni fjarðarins, hlæja þegar þeir sjá, hvað hann er mjór. Þeir vita nefnilega ekki, að hann dregur nafn sitt af víðikjarrinu, sem vex hér um allar hlíðar. Þá er það þorpið. ÞaS heitir Sand- eyri og var upphaflega bara einn bær. Síðan byrjaði fólkið að koma, fyrst tómir karlmenn, því þeir ætluðu sér ekki annað en róa héðan yfir vertíð- ina, og þeir bjuggu í sjóbúðum og höfðu mat í skrínum. En svo hættu sumir við aS fara aftur heim til sín, eða þeir hafa kannske hvergi átt heima, og náðu sér í kvenfólk og fóru að búa með því í sjóbúðunum. SíSan hafa alltaf verið hér mörg börn og margt fullorSiS fólk, og nú er hér fjög- ur hundruS eða fleira. ÞaS eru líka fáeinir bæir í sveitinni, inn með firð- inum og út í Dal. Þar býr presturinn, og þar stendur gamla kirkjan. En nú er ekki messað í henni nema á annan í jólum og föstudaginn langa, — og svo alltaf þegar jarðað er, því þaS er ekki enn kominn kirkjugarður kring- um nýju kirkjuna hér á Sandeyri. Aft- ur á móti er stór bryggja og bráðum búið með brimbrjótinn líka, og þá ætti Esjan og SúSin og geta lagzt hér upp að, þó sumir segi, að það sé lygi og allt sé vitlaust reiknað út. SíSast vil ég svo fara fáeinum orð- um um landslagið. Fjöllin eru afar há og sums staðar ófærur í þeim, og sól- in sést ekki í þrjá mánuði fyrir honum Skuggavaldi, og það þarf að fara fyrir endann á honum til þess að komast út í Dal. ÞaS er mikill galli, finnst mér, og vont að bera líkkisturnar eft- ir fjörunni, þegar ófærð er á veturna og ekki hægt að fara á sjó vegna brims. Á vorin hrynur grjót úr berg- inu og fyllir götuslóðann. Þess vegna er óvíst, að nokkurn tíma verði hægt að leggja veg. Og nú er stíllinn bú- inn. II. Fyrir fáeinum árum braut lítið flutn- ingaskip nálægt mynni VíSifjarSar. Varð mannbjörg og lítil sem engin sorg út af þeim atburði, enda útlend- ur dallurinn og áhöfnin öll, utan ann- ar vélamaður. Annar vélamaSur var íslendingurinn Sæmundur Grfmsson,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.