Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 87

Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 87
GUNNAR GUNNARSSON ur hann að rita á dönsku. Meir en 30 ár líða svo, að ekkert ritverk kemur frá hans hendi, frumsamið á íslenzku. í hitteðfyrra kemur svo Heiðaharm- ur. Mönnum var forvitni á að vita, hvernig Gunnari tækist meðferð móð- urmálsins, eftir hina löngu útivist. Það var ástæðulaust að kvíða neinu. Mál- ið var ekki dönskuborið. Gunnar Gunnarsson þykir skrifa ágæta dönsku. En ég held ég muni það rétt, að dansk- ur ritdómari hafi látið svo um mælt, — löngu eftir, að Gunnar var orðinn þekktur ,,danskur“ rithöfundur — að víða sæjust þess merki í frásögn hans, að hugsað væri á íslenzku, en síðan snúið á dönsku. Ég býst þess vegna við, að það sé minna dönskubragð af Heiðaharmi en íslenzkubragð af hin- um ,,dönsku“ sögum hans. Það er þróttmikið mál á frásögninni í Heiðaharmi og ósvikið íslenzkt tungutak í tilsvörum. Ég skal ekkert um það dæma, hvort Heiðaharmur beri af öðrum sögum Gunnars. Mér fannst meira til um þá bók, en allt annað, sem ég hef lesið eftir hann. Skýringin gæti verið sú, að ég kann- ast vel við umhverfið og að nokkru leyti atburðina, sem þar er lýst. En mér er nær að halda, að það hafi ver- ið málið, íslenzkan, sem gerði þessa sögu ,,betri“ í augum mínum, en aðr- ar sögur Gunnars. Hvernig á annað að vera en að jafn rammíslenzkar bókmenntir og sögur Gunnars Gunnarssonar njóti sín bezt á íslenzku ? Það vill svo vel til, að menn þurfa ekki að velta þessari spurningu lengi fyrir sér. Fyrir tveimur árum var stofn- að hér í bænum útgáfufélagið Land- náma. Hlutverk þess er að gefa út ís- lenzk úrvalsrit. Forgöngumenn félags- 217 ’WrfístSjjg ins fundu til þess, að íslenzka þjóðin stóð í óbættum sökum við Gunnar. Því varð það að ráði, að hefja starf- semina með heildarútgáfu á ritverkum hans. Nú er komið út fyrsta bindið ,,Skip heiðríkjunnar“ úr sagnabálk- inum ..Kirkjan á fjallinu“. Þýðingin er gerð af Halldóri Kiljan Laxness og hefur hún tekizt afburðavel. Annað bindið er þegar prentað og þriðja bind- ið í prentun. Gunnar Gunnarsson hefur skrifað yfir 40 bækur. Aðeins örfáar þeirra eru til á íslenzku. Það er ekki vansa- laust, að skáldrit þessa heimsfræga ís- íenzka rithöfundar skuli ekki vera til á þeirri einu tungu, sem hæfir efni þeirra. ,,Skip heiðríkjunnar“ hafa farið sig- urför víða um heim. Ég hef séð fjölda enskra og amerískra ritdóma um þessa sögu, og minnist þess tæplega að hafa séð jafn einróma og óskorað lof um neina bók. Væri fróðlegt að taka upp eitthvað úr þeim ritdómum, en því miður er hér markaður bás. Gunnar Gunnarsson hefur alltaf ver- ið heima, þótt dvalizt hafi í fjarlægu landi. En nú hefur hann sezt að á fs- landi. Hann býr búi sínu að Skriðu- klaustri í Fljótsdal. Hann hefur reist sér þar kastala, sem standa mun um aldir. Eins mun minningin lifa um óvenjulegan afreksmann, sem ber hróður ættjarðar sinnar um öll lönd, mann, sem unni landi sínu og þjóð, svo hann festi ekki hugann við annað. Gunnar Gunnarsson er enn á bezta aldri, svo það er vonandi nægur tími til að viðurkenna hann á íslandi. En mundi okkur verða lagt það til lasts, þó við gleymdum honum ekki alveg, þar til hann er allur ? Á. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.