Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 94
224
HELGAFELL
Erich Kástner:
Ávarp til auðkýfinga
Af hverju viljið þér ólmir bíða
eftir því, að þeir kýli niður
stásskonur yðar og stofurakka
og stytturnar mola á sjálfum yður?
Eruð þér svona seinir að hugsa?
Senn verða snarari gestir inni,
fleygja yður út sem dauðri dulu
og draga við hún á flaggstönginni,
opna yðar bíl með eldhúshnífum,
eta yðar hænsni í salnum gylita!
Andvörp, blótsyrði og bænir yðar
bíta ekki á skrápa slíkra pilta.
Okkur mun einnig hollt að gera okkur grein
fyrir því nú þegar, að jafnvel þótt þær hug-
sjónir, sem við teljum menningu okkar undir
komna, beri sigur úr býtum í styrjaldarlok,
mun afstaða þjóðanna gagnvart lýðræðinu
eiga fyrir sér að breytast að stórum mun. Af
skiljanlegum ástæðum hafa kröfur okkar um
lýðræði beinst að því fyrst og fremst að heimta
sem jafnastan rétt til handa hverjum þegn í
þjóðfélaginu. Og jafnvel þótt um það megi
deila, hversu vel hafi tekist í þessu efni, verður
ekki hjá því komizt að álykta, að eftir þessa
styrjöld muni lýðræðið engu síður beinast að
því að gera sem jafnastar kröfur.
í þeirri veröld framtíðarinnar, sem við von-
umst allir til að geta orðið þátttakendur í að
skapa, mun margs verða af okkur krafist, en
þó framar öllu fómfýsi, þegnskapur og af-
dráttarlausrar hlýðni við þær hugsjónir, sem
við játumst undir. En út í þetta verður vænt-
anlega farið nánar í næsta hefti.
FRÁ RITSTJÓRNINNI
Meðal annars, sem kemur í næsta hefti Helgafells, er fram-
hald af greinaflokki Barða Guðmundssonar þjóðskjalavarðar um
uppruna íslenzkrar skáldmenntar.