Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 109
BÓKMENNTIR
239
eins og stendur, má heita að enska sé
sameiginlegt ritmál allra ,,frjálsra
þjóSa“ á vesturhelmingi jarSar.
Handbækur um bókmenntir
F. B. Millet: CONTEMPORARY
AMERICAN AUTHORS. Harrap. —
Verð 15/.
Þetta er ágæt handbók fyrir alla, sem kynn-
ast vilja amerískum nútímabókmenntum. Fremst
er glöggt yfirlit, 200 bls. að lengd, um bók-
menntastefnur og merkisrit einstakra höfunda
síðustu áratugina og fram til 1940. Þá taka við
stuttar ævisögur rúmlega 200 höfunda, þar sem
fylgja skrár yfir öll rit þeirra, jafnvei greinar í
blöðum og tímaritum, og ná þær einnig yfir allt
hið helzta, sem um höfundinn hefur verið rit-
að, heima og erlendis. Bókin tekur ekki aðeins
til skáldmennta Ameríku á því tímabili, sem
nútímamenn hljóta að láta sig mestu varða,
heldur og sagnaritunar, heimspeki, ritskýringar
og jafnvel blaðamennsku, sem bókmenntakyns
getur kallazt.
Cecil Hunt: SHORT STORIES. How
to Write Them. Harrap.
Þetta er leiðarvísir um smásagnagerð, eftir
kunnan brezkan blaðamann og rithöfund, sem
verið hefur m. a. bókmenntaritstjóri sumra
helztu stórblaðanna í Englandi. Vafalaust geta
hérlendir smásagnahöfundar eldri sem yngri
lært af þessari bók um tækni og vinnubrögð,
jafnvel þótt sumt í henni eigi fyrst og fremst
við stórþjóðastaðhætti, og það, sem málfar
varðar, komi að sjálfsögðu ekki íslenzkum rit-
höfundum að haldi. Smásagnahöfundum vor-
um, jafnvel þeim, sem teljast í betri skálda röð,
hættir einatt til að flaska á einföldustu frum-
atriðum.
Bækur um stjórnmál og fé-
lagsmál
MASTERS OF POLITICAL THOUGT
Edited by Eduard Mc Cheaney Sait.
Verð: 10/6.
Bók þessi verður í þrem bindum, og er fyrsta
bindið nýkomið út. Henni er aetlað að flytja
urvaUkafla úr ritum spekinga og fræðilegra
frumherja í stjórnmálum og félagsmálum, með
skýringum og leiðbeiningum útgefenda. Er hún
að því leyti í samræmi við kenningar Adlers,
höfundar Hou) to Read a Book, að hún veitir
lesendum sínum aðgang að frumheimildum. —
Fyrsta bindið nær frá Plato til Macciavellis,
annað á að ná frá Macciavelli til Bentams, og
hið þriðja fram á vora daga. Þessi aðferð til
að gera þróun fræðikenninga um stjórnháttu og
félagsmál ljósa almennum lesendum, virðist
geysihagleg, eftir fyrsta bindinu að dæma, hverj-
um augum sem litið verður á skoðanir útgef-
anda þessa bindis, M. B. Fosters. Hin bindin
verða gefin út af öðrum.
EVERYDAY LIFE IN RUSSIA Com-
piled by Bertha Malnick• Harrap. Verð:
5/.
Höf. þessarar bókar er lærdómskona frá Cam-
bridge, en hefur dvalið langdvölum í Rússlandi.
Hún lýsir hér daglegu lífi æskulýðsins í Sovét-
lýðveldunum frá blautu barnsbeini til fujlorð-
insára, samkvæmt margvíslegum gögnum: blaða-
greinum, auglýsingum, matseðlum, dagbókum,
kvikmyndaskrám og einkabréfum, en jafnframt
athugunum sjálfrar sín og ótal viðtölum við
ýmis tækifæri, án opinberra afskipta eða eftir-
lits. Ðókin tekur enga afstöðu til stjórnmála, en
öll er hún vitnisburður um þær miklu menn-
ingarframfarir, sem orðið hafa í Sovétríkjun-
um, hvort sem mönnum þóknast að telja þær
of dýru verði keyptar eða ekki.
Douglaa Reed: ALL OUR TOMOR-
ROWS. Cape 10/6.
Douglas Reed er einhver allra pennafærasti
og persónulegasti rithöfundur ..blaðamannabók-
mennta“ nútímans. Hann er stöðugt rödd hróp-
andans, en nær liggur að halda, að sú rödd sé
að einhverju leyti vox populi fremur en ein-
mana spámanns í eyðimörku. En hvað sem því
líður, virðast brezkir valdamenn ekki hafa ver-
ið hljóðnæmir á hana, hvorki fyrr né síðar.
Mörg dæmin, sem Douglas Reed dregur fram
í dagsljósið í þessari bók um sleifarlagið á
styrjaldarrekstri Breta og hina ,,dauðu, nafn-
lausu, lamandi hönd“ Míinchenmannanna, sem
hann telur hvarvetna teygja sig fram til ó-
þurftar enn í dag, eru þess eðlis, að almenn-
um og áhrifalausum lesanda liggur stundum
við að óska, að hann hefði látið ógert að lesa
þær upplýsingar hans. Þó ber þess að geta, að
Douglas Reed efast hvergi um, að Bandamenn