Helgafell - 01.06.1942, Síða 109

Helgafell - 01.06.1942, Síða 109
BÓKMENNTIR 239 eins og stendur, má heita að enska sé sameiginlegt ritmál allra ,,frjálsra þjóSa“ á vesturhelmingi jarSar. Handbækur um bókmenntir F. B. Millet: CONTEMPORARY AMERICAN AUTHORS. Harrap. — Verð 15/. Þetta er ágæt handbók fyrir alla, sem kynn- ast vilja amerískum nútímabókmenntum. Fremst er glöggt yfirlit, 200 bls. að lengd, um bók- menntastefnur og merkisrit einstakra höfunda síðustu áratugina og fram til 1940. Þá taka við stuttar ævisögur rúmlega 200 höfunda, þar sem fylgja skrár yfir öll rit þeirra, jafnvei greinar í blöðum og tímaritum, og ná þær einnig yfir allt hið helzta, sem um höfundinn hefur verið rit- að, heima og erlendis. Bókin tekur ekki aðeins til skáldmennta Ameríku á því tímabili, sem nútímamenn hljóta að láta sig mestu varða, heldur og sagnaritunar, heimspeki, ritskýringar og jafnvel blaðamennsku, sem bókmenntakyns getur kallazt. Cecil Hunt: SHORT STORIES. How to Write Them. Harrap. Þetta er leiðarvísir um smásagnagerð, eftir kunnan brezkan blaðamann og rithöfund, sem verið hefur m. a. bókmenntaritstjóri sumra helztu stórblaðanna í Englandi. Vafalaust geta hérlendir smásagnahöfundar eldri sem yngri lært af þessari bók um tækni og vinnubrögð, jafnvel þótt sumt í henni eigi fyrst og fremst við stórþjóðastaðhætti, og það, sem málfar varðar, komi að sjálfsögðu ekki íslenzkum rit- höfundum að haldi. Smásagnahöfundum vor- um, jafnvel þeim, sem teljast í betri skálda röð, hættir einatt til að flaska á einföldustu frum- atriðum. Bækur um stjórnmál og fé- lagsmál MASTERS OF POLITICAL THOUGT Edited by Eduard Mc Cheaney Sait. Verð: 10/6. Bók þessi verður í þrem bindum, og er fyrsta bindið nýkomið út. Henni er aetlað að flytja urvaUkafla úr ritum spekinga og fræðilegra frumherja í stjórnmálum og félagsmálum, með skýringum og leiðbeiningum útgefenda. Er hún að því leyti í samræmi við kenningar Adlers, höfundar Hou) to Read a Book, að hún veitir lesendum sínum aðgang að frumheimildum. — Fyrsta bindið nær frá Plato til Macciavellis, annað á að ná frá Macciavelli til Bentams, og hið þriðja fram á vora daga. Þessi aðferð til að gera þróun fræðikenninga um stjórnháttu og félagsmál ljósa almennum lesendum, virðist geysihagleg, eftir fyrsta bindinu að dæma, hverj- um augum sem litið verður á skoðanir útgef- anda þessa bindis, M. B. Fosters. Hin bindin verða gefin út af öðrum. EVERYDAY LIFE IN RUSSIA Com- piled by Bertha Malnick• Harrap. Verð: 5/. Höf. þessarar bókar er lærdómskona frá Cam- bridge, en hefur dvalið langdvölum í Rússlandi. Hún lýsir hér daglegu lífi æskulýðsins í Sovét- lýðveldunum frá blautu barnsbeini til fujlorð- insára, samkvæmt margvíslegum gögnum: blaða- greinum, auglýsingum, matseðlum, dagbókum, kvikmyndaskrám og einkabréfum, en jafnframt athugunum sjálfrar sín og ótal viðtölum við ýmis tækifæri, án opinberra afskipta eða eftir- lits. Ðókin tekur enga afstöðu til stjórnmála, en öll er hún vitnisburður um þær miklu menn- ingarframfarir, sem orðið hafa í Sovétríkjun- um, hvort sem mönnum þóknast að telja þær of dýru verði keyptar eða ekki. Douglaa Reed: ALL OUR TOMOR- ROWS. Cape 10/6. Douglas Reed er einhver allra pennafærasti og persónulegasti rithöfundur ..blaðamannabók- mennta“ nútímans. Hann er stöðugt rödd hróp- andans, en nær liggur að halda, að sú rödd sé að einhverju leyti vox populi fremur en ein- mana spámanns í eyðimörku. En hvað sem því líður, virðast brezkir valdamenn ekki hafa ver- ið hljóðnæmir á hana, hvorki fyrr né síðar. Mörg dæmin, sem Douglas Reed dregur fram í dagsljósið í þessari bók um sleifarlagið á styrjaldarrekstri Breta og hina ,,dauðu, nafn- lausu, lamandi hönd“ Míinchenmannanna, sem hann telur hvarvetna teygja sig fram til ó- þurftar enn í dag, eru þess eðlis, að almenn- um og áhrifalausum lesanda liggur stundum við að óska, að hann hefði látið ógert að lesa þær upplýsingar hans. Þó ber þess að geta, að Douglas Reed efast hvergi um, að Bandamenn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.