Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 100

Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 100
230 HELGAFELL á hún að geta tamið sér meiri hagsýni í frá- sögn og hentugra byggingarlag í samningu. Þó að smásögur Hans klaufa, A ba\ við tjöldin, séu fæstar veigamiklar að efni, og vandalítið að finna að vinnubrögðum höfundar í einstökum atriðum, bjóða þær af sér svo ó- venjulega góðan þokka, að Jesandanum finnst hann vera í notalegum félagsskap, meðan hann blaðar í þeim, og ég held, að hann verði þess- arar tilfinningar eins var fyrir því, þótt hann viti ekki, að þær eru eftir Harald A. Sigurðs- son, skopleikaskáld og leikara, einn hinn geð- felldasta og skemmtnasta mann í viðkynningu. Til þessa liggja þó engin dulræn rök, heldur blátt áfram þær einföldu orsakir, að sögurnar eru allar mannlegt og góðmannlegt ..léttara hjal“, þar sem engin tilgerð kemst að, og all- ur ,,klaufaskapur“ verður óvenju fyrirgefanleg- ur. Sögurnar eru að vísu dapurlegar að efni, flestar hverjar, en án allrar væmni, og við- kvæmni að mestu, og hvarvetna örlar í þeim á sjálfri lífsglettninni, án þess að vísu, að fyndni- gáfa höfundar, sem hann reynir óneitanlega töluvert til að koma á framfæri, nái sér veru- lega niðri í einstökum atriðum. Augljósustu veilurnar í frásögn höf. eru þær tvær, að hann gerir allt of mikið að því að koma að alls kon- ar skraddaraþönkum frá sjálfum sér, sem frem- ur sjaldan hitta naglann á höfuðið, hvort sem þeir eru fram bornir í gamni eða alvöru, og að honum hættir mjög við því að halda áfram sögu sinni eftir að henni er lokið. Er síðari villan þó verri hinni fyrri. Einkum sárna lesandanum þessi vinnubrögð í sögunni af ,,Drengnum litla, sem dó“, því að öðru leyti vantar þá sögu ekki mikið á það að vera ágæt. En fram hjá báðum þessum skerjum er Hans klaufa vandalaust að sigla, og því má vænta frá honum sérkennilegra og snjallra smásagna, þegar minnst varir. Hann á að halda áfram að skrifa. Stefán fónsson nefnir smásögusafn sitt, ann- að í röðinni, A förnum vegi, og hefur ekki leitað langt yfir skammt að bókarheiti fremur en söguefnum. Það má með sanni segja, að engin stórvirki né listaverk liggi eftir Stefán enn þá, en eigi að síður er hann þess verður, að honum sé gaumur gefinn. Að undantekinni fyrstu sögunni í þessu safni, lítt frumlegu og þokukenndu líkingaævintýri um auð og fátækt, mega allar sögurnar heita mjög sæmilegar á íslenzkan mælikvarða og sumar í betra lagi, t. d. Eins og maðurinn sáir — (þar sem klerklegt launfaðerni söguhetjunnar er þó ódýrt og óþarft ,,list“bragð), og Að liðnum sólstöðum (þar sem söguhetjan er að vísu óþarflega mælsk). í kafla sögunnar af Jóni Jósefssyni, þar sem Jón er bú- inn að fá þá flugu, að hann sé guð almáttug- ur, koma lökustu eiginleikar drottins, eins óg hann var kynntur oss á sokkabandsárum vor- um, svo átakanlega og skoplega fram, að les- andinn hlýtur að harma, að Stefán skyldi ekki láta sér detta í hug að skrifa heilsteypta, stutta sögu um það efni eitt saman. Stefán er sýnilega glöggur og minnugur í bezta lagi á ýmislegt í fari, tilsvörum og hugsunarhætti hins óbreytta alþýðumanns, ekki sízt hins ,,óstéttvísa“ einka- hyggjuöreiga, frænda Bjarts í Sumarhúsum, án allrar stælingar. Ekki væri sanngjarnt, að eigna höf. sjálfum viðhorf og skoðanir þessara kunn- ingja sinna, en þó verður ekki annað séð, en að traust hans sjálfs á trúnaðarmönnum stéttasam- takanna á báða bóga sé af skornum skammti, og hann um það. Hins vegar er það að líkind- um af því, að honum hefur láðst að greina nógu skilmerkilega á milli sjálfs sín og þess sögumanns síns í Að \o\num sólstöðum, er á- kaflegast deilir á ofríki og sérdrægni stjórn- málaflokkanna, í ræðu, sem Þjóðveldisflokkur- inn okkar sálugi hefði mátt vera þakklátur fyr- ir í vor, að enginn getur ætlað annað en höf. túlki þar sínar eigin skoðanir, þótt svo sé vafa- laust ekki. Það leynir sér ekki, að Stefán er þó nokkru skyni gæddur á kýmni lífsins, og gætir þess í vali og meðferð söguefna, en ekki • ávallt af fullu öryggi í meðförum. Hann á sem sé í fórum sínum þrjár harla mikilsverðar rithöfund- ardyggðir, frásagnarhæfileika, eftirtektargáfu og gamanskyn, en veilurnar í fari hans eru líka, ef til vill einkum þær, að engin þessara höfuð- dyggða nýtur sín enn til fulls í sögum hans, og sfzt allar samanlagðar. Stefán hefur fengizt töluvert við söngva- og sagnasmíð fyrir börn og unglinga. Ég er hræddur um, að hann verði að slíta sig frá því óeigingjarna starfi, ef það á ekki að spilla og drepa á dreif, meira en orðið er, þeim hæfi- leikum, sem hann hefur til að verða vel liðgengur rithöfundur fyrir fullorðna lesendur. Þetta er fjarri því að vera mælt af nokkurri lít- ilsvirðingu á þörfum ungu kynslóðarinnar né þeim, sem fyrir hana vilja vinna, heldur vegna þess, að aðhald af hálfu hinna ungu lesenda og þeirra, sem ættu að gera kröfur fyrir þeirra hönd, er of slælegt til þess að slík ritstörf geti verið æskilegur undirbúningur fyrir ,,alvöru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.