Helgafell - 01.06.1942, Blaðsíða 60
194
HELGAFELL
jafnvel meira gagn af þessari nýbreytni
en þá flesta órar fyrir sjálfa.
Tómstunda- Flestir menn iðka einhver
störf. störf í tómstundum sín-
sínum sér til skemmtunar
og upplyftingar. Tómstundastörfin eru
mjög mikilvæg fyrir sálarþroska manns-
ins, þau vega upp á móti tilbreytinga-
lítilli vinnu og víkka sjóndeildarhring
hans. En einnig hér verða menn að
gjalda varhuga við vananum. Sakir
endurtekningar getur tómstundastarf-
ið orðið smám saman að fastri venju
og hefur þá ekki lengur hin örvandi á-
hrif nýbreytninnar. Ymis tómstunda-
störf eru þannig löguð, að ráðlegra er
að breyta til við og við, því að annars
leggur vaninn sína dauðu hönd á þau
og þau hætta að verða manninum sá
ánægjuauki, sem þau voru í fyrstu.
Félags- Þá er hollt fyrir suma að
starfsemi. gerast meðlimir í ýmsum
félögum, sem starfa að
framfara- og menningarmálum. Mað-
urinn er félagsvera, þótt menn séu hins
vegar misjafnlega félagslyndir. Sumir
njóta sín bezt, er þeir starfa í alls kon-
ar félögum, en aðrir eru slíkum störf-
um frábitnir. Þótt segja megi um ýms
einstök félög, að þau séu gagnslaus,
komi engu í framkvæmd, venji menn
á að tala um málefnin og gera þessar
frægu samþykktir og áskoranir, án
þess að félagið sjálft eða hver einstak-
ur meðlimur þess leggi nokkuð í söl-
urnar, að þeir grunnfærustu, fram-
hleypnustu og ráðríkustu láti þar mest
á sér bera o. s. frv., þá eiga ekki öll fé-
lög þarna óskipt mál. Yfirleitt hefur
alls konar félagsskapur örvandi áhrif
á menn, einkum fyrst í stað, og sér-
staklega ef maðurinn tekur sjálfur virk-
an þátt í félagslífinu, tekur þátt í um-
ræðum og gegnir störfum í þágu fé-
lagsins. Mörg félög verða að þröng-
sýnni klíku, þar eru alltaf sömu menn-
irnir, sem setja sinn svip á þau, og
verða þau bindandi og lamandi, er til
lengdar lætur. Af þessum ástæðum er
ráðlegt að vera ekki eilífur augnakarl
í sama félaginu né tengja sig því um
of, en skipta heldur um félag við og
við til að kynnast nýjum mönnum og
nýjum sjónarmiðum.
Fjölbreytt- Loks er gagnlegt, til að
ur lestur. forðast ofurvald vanans, að
hafa tilbreytingu í því,
sem menn lesa. Áhrif bóka, blaða og
tímarita, hins prentaða máls, er svo
mikill þáttur í lífsreynslu nútíma-
mannsins, að þessu verður að gefa
fullan gaum. Sá, sem aðeins les þau
blöð og tímarit, sem flytja skoðanir
þær, er hann sjálfur aðhyllist, styrkir
einungis með lestrinum hugsunarvenj-
ur sínar og verður enn rótgrónari en
áður í hleypidómum sínum. Það er
ekki sjaldgæft, að hitta menn, sem
lesa ekki nema flokksblað sitt, t. d.
Tímann, Morgunblaðið eða Alþýðu-
blaðið, og þekkja ekki málin nema frá
einu sjónarmiði. Eftir að hann er orð-
inn venjuþræll flokkshugsunarháttar-
ins, flýr hann eins og heitan eldinn
allt, sem hróflar við honum. Þessir
menn myndu hafa gott af því að lesa
önnur blöð jafnframt, til að kynnast
frá fyrstu hendi hinum ólíku sjónar-
miðum, sem ríkja um málefni þjóðar-
innar. Fátt þroskar menn meira en að
geta litið á málefnin frá mörgum hlið-
um eða sjónarmiðum og sett sig inn
í og skilið hugsunarhátt manna, sem
hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir. Sá,
sem temur sér það, er sífellt að endur-
meta skoðanir sínar og hugsunarvenj-
ur. En auðvitað geta menn fjötrazt af