Helgafell - 01.06.1942, Side 56
190
HELGAFELL
Veitti sálfræðingurinn honum eftir-
farandi leiðbeiningar: I) Þegar hann
var í Chicago, en þar átti hann heima,
átti hann að fara út og skemmta sér
fjögur kvöld í viku, helzt ásamt ein-
hverjum kunningja sínum, karli eða
konu. Átti hann að fara með þeim í
veitingaskála, leikhús, kvikmynda-
hús, hljómleika o, fl. 2) Þegar hann
var á ferðalagi, átti hann að eyða a.
m. k. klukkutíma á hverju kveldi í
rabb við einhvern hótelgestinn. 3)
Hann átti að lesa eina bók á viku, sem
fjallaði um annað efni en kaupsýslu.
4) Hann átti að kaupa nýjar bækur
um sölumennsku, lesa þær vandlega
og reyna að hagnýta sér þær í starf-
inu. 5) Hann átti að beita sér fyrir
stofnun námsflokks meðal starfsfélaga
sinna í Chicago, til að kynnast nýjum
söluaðferðum í þeirra grein. 6) Hann
átti að gerast meðlimur í m. k. einu fé-
lagi, sem starfaði að framförum eða
umbótum á einhverju sviði. — Og loks
átti hann þriðja hvern mánuð að tala
við sálfræðinginn og gefa honum
skýrslu um, hvernig allt gengi. Árang-
urinn varð þessi á einu ári: Sala hans
jókst frá því, sem hún hafði verið að
meðaltali fimm síðustu árin um 5%
fyrstu þrjá mánuðina, eftir 6 mánuði
var söluaukningin orðin 15%, eftir 9
mánuði 24% og eftir árið 46%. Engar
verulegar markaðsbreytingar áttu sér
stað á þessu tímabili, og var forstjóri
fyrirtækisins sannfærður um, að sölu-
aukning fyrirtækisins væri eingöngu að
þakka því, að hann braut á bak aftur
gamlar venjur, sem stóðu honum fyr-
ir þrifum við starfið.
Svipuð saga og þessi getur endurtek-
ið sig við flest störf, þótt ekki sé allt-
af hægt að sjá árangurinn jafngreini-
lega og meta hann í tölum, eins og í
þessu dæmi, sem ég tók. Kennslu-
starfið felur t. d. í sér þá hættu, að
kennarinn stirðni í ákveðnum kennslu-
venjum, sem hann hefur lært og tam-
ið sér, þegar hann var ungur. Hann
leitar svo ekki að neinu nýju úr því, en
kennir alltaf á sama hátt. Slík kennsla
er ákaflega létt og fyrirhafnarlítil. —
Andstæða þessara kennara eru þeir,
sem sífellt leitast við að auka þekk-
ingu sína í þeim greinum, sem þeir
kenna, og eru sífellt að bæta kennslu-
aðferð sína. Góður kennari er ávallt
jafnframt nemandi, hann lærir um leið
og hann kennir. Hjá honum verður
kennslan aldrei endurtekning hins
sama. Kennslan er dauð, ef maðurinn
lærir ekki á því að kenna.
Vegur Vanans: Það er hægara að
hinn breiði Vegur. koma í veg fyrir hin
Venjubreytingin: lamandi áhrif van-
híð þrönga hli<5. ans en að brjóta
rótgrónar venjur á
bak aftur. Menn mega ekki bíða þess,
að vaninn lami framtak þeirra. Þegar á
unga aldri ættu menn að endurskoða
venjur sínar og gera nauðsynlegar ráð-
stafanir til þess að koma í vegfyrirþað,
að þær nái offöstum tökum á þeim og
varni þeim að laga sig að nýjum að-
stæðum. Menn verða að kappkosta að
halda aðlögunarhæfileika sínum sem
lengst óskertum á öllum sviðum, en
venjurnar minnka hann, eins og sýnt
hefur verið fram á. Á aldrinum 25—
40 ára komast flestar venjur okkar í
fast horf, og úr því verður flestum
ofraun að breyta þeim mikið. Maður-
inn er þá orðinn fullorðinn, mótaður í
öllum aðalatriðum. Ur því læra eða
skapa fæstir neitt verulega nýtt. Þeir
vinna úr fyrri reynslu. Þótt ytri aðstæð-
ur breytist, er innri maðurinn hinn
sami, sama viðhorfið, sömu andsvars-
hættirnir, en engin veruleg nýsköpun.