Helgafell - 01.06.1942, Síða 58

Helgafell - 01.06.1942, Síða 58
192 HELGAFELL venjulegan hátt. Skrifstofumanninum, sem fer á fætur kl. 8 eða 9 á morgn- ana og beint í vinnuna, væri án efa hollt að fara stöku sinnum á fætur kl. 6, ganga niður að höfn eða út fyrir bæinn til að njóta morgundýrðarinnar, sjá hvernig starf dagsins hefst á vinnu- stöðvunum o. s. frv. — Á hinn bóg- inn getur verið hyggilegt að leyfa sér stundum kvelddroll, jafnvel vökunótt getur borgað sig. Hvers hefur sá Reyk- víkingur ekki farið á mis, sem hefur ekki lagt það á sig að vaka einstaka vornótt hér í Reykjavík og njóta þeirr- ar fegurðar, sem ofreglumaðurinn er orðinn ónæmur fyrir og sér ekki leng- ur ? Þekkir sá maður töfra Parísarborg- ar, sem aldrei hefur vakað og skoðað hana að næturlagi ? Hann hefur a. m. k. ekki heillazt af hinni ,,ljósbrýnu töfrandi Parísarnótt“, sem Einar Bene- diktsson kveður um. — Jafnvel þess- ari yfirleitt gagnlegu venju: að vakna á sama tíma og ganga á sama tíma til hvíldar, er hollt að víkja frá við og við. Það eykur ótrúlega reynslu okkar og rýfur tilbreytingarleysi lífsins. Stephan G. Stephansson lýsir þessari reynslu fagurlega: Það er hollt að hafa átt heiðra drauma vökunætur, séð með vinum sínum þrátt sólskins rönd um miðja nátt, aukið degi í æviþátt, aðrir þegar komu á fætur. Ýmsum öðrum heimilisvenjum er hollt að breyta við og við. Fjölskyldu- menn ættu að gera sér far um að eyða tómstundum sínum á sem fjölbreytt- astan hátt. Konur heyrast oft kvarta um fásinni heimilislífsins, en ég er hræddur um, að þær eigi sjálfar ekki lítinn þátt í því. Tilbreytingin hefur ekki ávallt í för með sér aukin útgjöld, en hún krefst hugkvæmni og þar af leiðandi nokkurrar áreynslu. — Flótti unga fólksins frá heimilunum, sem margir tala nú um sem eitt mesta fé- lagsvandamál okkar, á hann ekki ein- mitt, a. m. k. að nokkru leyti, rót sína að rekja til fábreytts og leiðinlegs heimilislífs, sem unga fólkið flýr, þeg- ar því vex fiskur um hrygg ? Þegar unglingarnir eiga ekki kost á skemmt- unum og tilbreytingu á heimilinu, hvað er þá eðlilegra en að þeir losni úr tengslum við það og leiti sér skemmt- ana utan þess ? Sumir þeirra lenda svo á glapstigum. Það er mesti misskiln- ingur að halda, að allir unglingar, sem lenda á villigötum og leita sér óholls félagsskapar utan heimilis og flýja það, séu frá óreglusömum heimilum. Álitlegur hópur þeirra er frá ofreglu- heimilum, þar sem fastar venjur og þröngsýni, en lítill skilningur á þroska- skilyrðum æskunnar ríkir. Venju- manninum hættir ávallt til þröngsýni. Ofregla er stundum skaðsamlegri en dálítil óregla, þótt á annan veg sé. Umgangizt e\lii Menn ættu stöðugt að alltaf sömu auka kunningjahóp mennina. sinn. Margir umgang- ast of fáa menn og ávallt þá sömu. Þeir bjóða alltaf til sín sömu kunningjunum og þiggja aftur heimboð þessara sömu manna. Að lokum verður sáralítil tilbreyt- ing í þessu. Maðurinn þekkir hugs- unarhátt þessara fáu kunningja sinna fyrir löngu ofan í kjölinn, samvistir við þá örva hann ekki leng- ur. Þeir hafa oft fátt að segja hverjir öðrum og láta sér leiðast saman af gömlum vana. Því er hyggilegt, að stækka sífellt kunningjahóp sinn og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.