Helgafell - 01.12.1953, Side 39

Helgafell - 01.12.1953, Side 39
GUNNAR GUNNARSSON 37 Að ógleymdu sveitarskáldinu, Agii gamia á Bálkastöðum. Hvaða sveit á íslandi hefur ekki á hverjum tíma átt sitt sveitarskáld ? — Jú, við þekkjum þetta fólk. Að vísu ekki þannig, að við getucn bent á ákveðna einstaklinga, h'fs eða liðna og sagt, að þar sé fyrir- mynd ákveðinnar persónu sögunnar. En samt þekkjum við það. Þetta er ís- lenzkt alþýðufólk eins og við höfum al- >zt upp með og haft umhverfis okkur a lífsleiðinni, langri eða skammri. Það þarf ekki alltaf langar eða ítarlegar lýs- mgar til þess að við könnumst við fólk- >ð. Gunnari tekst að vekja í huga okk- ar myndir og minningar, stundum með fáeinum óbeinum athugasemdum, stundum með því að láta fólkið segja fáeinar setningar. Þess vegna verða aukapersónurnar oft svo furðulega lif- andi í huga okkar og hættir jafnvel á stundum til að skyggja nokkuð á aðai- persónurnar við fljótan yfirlestur. M. a. af þessum ástæðum er ég smeikur U).m að ýmsir muni ekki hafa gert sér fulla grein fyrir mikilleik aðalsöguhetj- unnar Bergþóru, en í raun og veru er þar um áð ræða eina af merkustu per- sónunum, sem Gunnar Gunnarsson hefur skapað. Þeim, sem svo hefur far- ið, vildi ég ráðleggja að taka fram báð- ar þessar bækur og lesa þær í sam- hengi, vel og vandlega. Eg er sann- færður um að þeir muni ekki sjá eftir þeim tíma, sem til þess fer. Gunnar Gunnarsson hefur á listaferli sínum mörgum háum tindi náð og mun það mál margra að þar gnæfi Kirkjan á fjallinu hæst. Með Urðarfjötri er hann tekinn að fást við nýjan tind, sem óséð er enn hversu hár verður, en ekki myndi mig undra þótt sá þætti að lok- um eigi lægri en tindur Fjallkirkjunn- ar. S\úli Jensson.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.